Samvinnan - 01.12.1972, Blaðsíða 51
Olafur Jónsson:
BIÖÐIN
I. Um sögu og félagsfræði blaðanna
Upphaf íslenzkrar blaðaútgáfu og
blaðamennsku má rekja að minnsta
kosti til ársins 1848, stofnunar Þjóðólfs,
en upphaf dagblaða minnsta kosti til
stofnunar Vísis, 1910. En fátt markvert
hefur enn sem komið er verið skrifað
um sögu blaðanna, blaðaútgáfu og blaða-
mennsku. Halldór Hermannsson birti fyr-
ir mannsaldri siðan drög að sögu hinna
fyrstu tímarita og blaða fram til ársins
1874. En samfelld saga blaðanna er eng-
in til — þótt fyrir nokkrum árum væri
boðað á afmæli Blaðamannafélags ís-
lands, 1968, að saga þeirra yrði samin og
gefin út á vegum félagsins. Enn í dag
eru uppi menn sem mega muna beinlínis
alla sögu íslenzkra dagblaða. En fátt er
að græða á þeim ritum af minningatagi
sem út hafa komið og snerta þessa sögu.1)
Blöðin eru löngu orðin stórveldi í land-
inu — að útvarpinu viðbættu og nú síð-
ast sjónvarpi. En enn síður en um sögu
fjölmiðlanna og fjölmiðlunar hefur ver-
ið hirt um að rannsaka útbreiðslu, notk-
un og áhrif þeirra. Þau drög að hlust-
endakönnun sem fram hafa farið á veg-
um ríkisútvarpsins eru ekki nema vísir
athugana sem gera þyrfti með reglu-
bundnum hætti til að afla samfelldrar
vitneskju um útvarpsnotkun og koma
þar með stofnuninni að verulegu gagni
við dagskrárgerð og stefnumótun útvarps.
Upplag og útbreiðsla blaðanna hefur
jafnan verið talið launungarmál og upp-
lýsingum sjálfra þeirra um það efni var-
lega treystandi. En ekki ber á öðru en
bæði flokksmenn blaðanna og auglýsend-
ur sem við þau skipta láti sér lynda þessa
launung um hag þeirra. Sama er að segja
um notkun blaðanna. Kaupa menn og
lesa eitt eða tvö eða þrjú blöð á dag að
jafnaði? Kaupa menn að jafnaði „sitt“
flokksblað? Hvaða blaðaefni höfðar eink-
um til hverra, eða eru lesendur að jafn-
aði alætur á efni blaðanna? Hafa t. a.
m. sömu lesendur not af leiðurum og
reykjavíkurbréfum Morgunblaðsins ann-
ars vegar — og framhaldssögu, Velvak-
anda, Jeanne Dixon og Billy Graham
hins vegar, svo að eitthvert dæmi sé tek-
ið? Nýlegar athuganir Þorbjörns Brodda-
sonar og Haralds Swedners á dreifingu
bóka hér á landi benda til þess að les-
endur séu sundraðir í a. m. k. tvo furðu-
skýrt aðgreinda hópa sem eigi fátt eitt
sameiginlegt.2) Er ekki líklegt a. m. k.
fyrirfram að lesendum blaðanna sé eitt-
hvað svipað farið, að mismunandi hópar
lesenda hafi misjöfn not blaðanna? En
oft og einatt er engu líkara en blöðunum
sé stjórnað og þau samin, öll sem eitt,
með einhvers konar „alætu“ á efni þeirra
sér í lagi í huga.
Til að spurt verði og fengin skýr svör
um afnot af blöðunum verða menn að
hafa fyrir nokkurn veginn áreiðanlega
vitneskju um efni þeirra. Áreiðanlega
þykjast flestir lesendur dagblaðanna í
Reykjavík vita fullvel hvað í blöðunum
standi frá degi til dags af langvinnum
blaðalestri einum saman og án þess ann-
að komi til. En mér vitanlega hafa engar
skipulegar athuganir verið gerðar á efnis-
vali né efnismeðferð blaðanna fyrr eða
síðar né þá heldur þeim breytingum sem
blöðin kunna að haía tekið með tíman-
um. Engin vitneskja er tiltæk urn nein
slik efni og ekki einu sinni efnisskrár
sem geri blöðin aðgengileg seinni tíma
lesendum. Án áreiðanlegrar vitneskju um
efni og afnot blaðanna er hins vegar
hætt við að torvelt reynist að meta rétt
áhrifavald þeirra, t. a. m. á pólitíska
skoðanamyndun í landinu, eða á öðrum
sviðum.
Hvort sem reynt er að grafast fyrir
sögu og þróun dagblaðanna eða fjallað
um hag og stöðu þeirra eins og þau
gerast frá degi til dags er meginatriði að
hafa í huga að blöðin eru öll flokks-póli-
tisk málgögn, að stjórnmálaflokkarn-
ir telja sér lífsnauðsyn að hafa á að
skipa daglegu málgagni, þess umkomnu
að túlka skoðanir og bera þjóðinni boð-
skap sinn. Dagblöðin komu til sögu á
sama tíma og núgildandi flokkaskipun
landsmanna mótaðist, þau tóku við póli-
tísku hlutskipti hinna fyrri vikublaða
samtímis því sem menn skipuðu sér upp
á nýtt í stjórnmálaflokka að sjálfstæðis-
baráttunni lokinni. Pólitískar kringum-
stæður blaðanna hafa mótað alla þeirra
sögu síðan.
Einatt er talað um breytilega hug-
myndafræði sem ráði blaðaútgáfu og
blaðamennsku við breytilega stjórnar-
hætti. Þá má tala um „stjórnhyggju"
annars vegar, hins vegar „frjálshyggju"
í prentfrelsismálum, og þar á milli margs-
konar málamiðlun og blendingssjónarmið
á ýmsum tímum og i löndum við ýmis-
konar stjórnarfar.3) Stjórnhyggjan geng-
ur út frá því í stytztu máli sagt að blöð
(og annað prentmál) séu uppeldis- og
áróðurstæki í hendi valdhafa á hverjum
tíma, flokks eða ríkisvalds, og skuli í
einu og öllu lúta forsjá og fylgja fram
hagsmunum þeirra. Frjálshyggja í prent-
frelsismálum gerir á hinn bóginn ráð fyr-
ir því að blöðin séu í raun og veru vett-
vangur frjálsra skoðana og þar með
sjálfstæður aðili að þjóðmálabaráttu.
Sjónarmiði hennar er lýst með klassísk-
um hætti i riti John Stuart Mills um
frelsi (1859):
Við höfurn nú séð, segir Mill, að' hugsunar-
frelsi og málfrelsi eru ófrávíkjanleg skilyrði
andlegrar velferðar mannkynsins, en á and-
legri velferð þess byggist öll önnur velferð.
Til þessa liggja fjórar ástœður sem við skul-
um nú rifja upp í fáum orðum.
í fyrsta lagi getur skoðun, sem bannað er
að láta í Ijós, verið rétt, að því er við bezt
vitum. Ef við neitum þessu, göngum við að
því visu, að við séum sjálf óskeikul.
í öðru lagi getur nokkur sannleikur verið
fólginn og er einatt fólginn í rangri skoðun,
sem bannað er að láta í Ijósi. Og þar sem
almenn eða ríkjandi skoðun í hverju máli
er sjaldnast allur sannleikurinn, komast aðr-
ar hliðar sannleikans einungis á framfœri
við átök andstœðra skoðana.
í þriðja lagi kann viðtekin skoðun ekki
einungis að vera rétt, heldur allur sannleik-
urinn. En jafnvel þótt svo sé, munu flestir
þeir, sem henni fylgja, taka að aðhyllast
hana sem hégilju og missa sjónar á skyn-
samlegum forsendum hennar, nema hún mœti
virkri og öflugri andstöðu. Og það sem meira
er: í fjórða lagi er hœtt við, að inntak skoð-
unarinnar gleymist eða veikist og glati lif-
andi áhrifum sínum á hugsun manna og
breytni. Þá verður kenningin að kreddu, sem
menn játa með vörunum, en sem er engum
til góðs. Hún spillir jarðveginum og varnar
því, að sannarleg og einlœg sannfœring
spretti af rótum eigin reynslu og skynsam-
legra rakaA)
Sjálfsagt þykjast velflestir islenzkir
stjórnmálamenn, ritstjórar og blaðamenn
aðhyllast „frjálshyggju" í p entfrelsis
efnum sem öðrum. Það er vísast rétt að
með stækkun dagblaðanna hafi efnisval
og meðferð þeirra orðið frjálslegri að
einhverju marki, blöðin frjálslyndari en
áður var. En hvert og eitt mótast þau
þegar á reynir, eftir sem áður, af ein-
dreginni flokkshyggju sem setur þjónustu
þeirra við meinta hagsmuni flokks og
flokksmanna ofar öðrum kröfurn sem
gera má til blaðanna — um hlutlægan
fréttaflutning, röklegan málflutning,
raunverulegt skoðunar- og málfrelsi.
Þetta sést gleggst af meðferð blaðanna á
hverjum tíma á þeim málum sem þau
af einhverjum ástæðum telja sér við-
kvæm (og ekki er allténd sýnilegt að
43