Samvinnan - 01.12.1972, Side 34

Samvinnan - 01.12.1972, Side 34
Bodil Foss: TILHÖGUN OG REKSTUR TÓNLISTARSAFNA Hvarvetna í Danmörku hefur opnun nýrra tónlistardeilda í almenningssöfn- um leitt í ljós óvenju ríka þörf meðal landsmanna fyrir einmitt þennan þátt safnreksturs. Alstaðar hefur almenning- ur streymt að — og i þeim hópi er álit- legur fjöldi fólks sem aldrei hefur sótt söfn áður — og alstaðar hafa menn komizt að raun um, að tónlistardeildir safna fá ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi, hvorki að því er varðar efni sem er á boðstólum né húsrými. Seinna at- riðið er verulegt vandamál. Það á við um öll samsett söfn, að húsrýmið sem ætlað er tónlistardeildinni er alltof þröngt. Víða er tónlistardeildin einungis lítið horn af útlána- eða æskulýðsdeild- inni, og þar liggur misræmið í augum uppi. En jafnvel í stærstu tónlistardeild- um — og til þeirra telst safnið þar sem ég starfa — verða menn fljótlega að við- urkenna, að þeir hafa misreiknað sig. Það er þörf fyrir miklu stærra húsrými en búizt var við í öndverðu. Þessvegna tel ég eitt veigamesta atriðið við undir- búning nýrra tónlistardeilda vera það, að allra bragða sé neytt til að tryggja sem allramest og bezt húsrými, þannig að vonbrigðin komi ekki til sögunnar strax nokkrum dögum eftir að deildin er opnuð. Undirbúningur tónlistarsafns Nú skal ég í stuttu máli gera grein fyrir áætlun míns eigin bæjarfélags og könn- un á þörfum fyrir nýtt almenningssafn (sem að vísu hefur orðið að fresta um óákveðinn tíma vegna erfiðleika við að afla lána). f bæjarfélaginu Kastrup-Tárnby eru nú 46.000 íbúar (34% þeirra eru börn á skólaskyldualdri), en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi uppí 60.000 á næstu 15 árum. Tónlistardeildin er nú í sjálfstæðri byggingu, rétt hjá aðalbyggingunni, og ræður yfir 214 fermetra gólffleti. Nýja almenningssafnið á samkvæmt áætlun að hafa tónlistardeild með 960 fermetra gólffleti, sem svarar nákvæmlega til gólfflatar fyrirhugaðrar útlánadeildar sem á að vera 964 ferm., og hafði þó ekki verið haft neitt samráð við útlánabóka- vörðinn. Hér er semsé — án gagnkvæmr- ar vitneskju hlutaðeigandi deilda — tekið tillit til ákvæða dönsku bókasafns- laganna, sem leggja að jöfnu bóklegan þátt safna og þann þátt sem tekur til myndefnis og tónlistar. Einsog er stönd- um við á öndinni við tilhugsunina um 1000 fermetra tónlistardeild, en það mun án efa koma á daginn, að hún sé í allra þrengsta lagi þegar til kastanna kemur. Vitanlega er það ekki ætlun mín að gera lítið úr því starfi sem unnið er með glæsibrag og þolinmæði í þeim alltof rúmlitlu deildum sem finna má um allt, en ef sú áherzla, sem ég legg á nauðsyn mikils húsrýmis þegar þessar deildir eru ráðgerðar, gæti komið í veg fyrir ein- hver mistök annarsstaðar, þá væri mikið unnið. Það verður að gera ákveðnar lág- markskröfur til húsrýmis, ef tónlistar- deild á að geta orðið sá æsilegi menn- ingarlegi hvati sem hún hefur alla mögu- leika á að verða. í þessu sambandi er óhjákvæmileg krafa, að byggðir verði sérstakir „skark- salir“ fyrir yngri hlustendur. Það liggur í augum uppi, að samkrull fullorðinna („öldunga" yfir 25 ára) og unglinga á aldrinum 12—20 ára er til ills eins í tónlistardeildum. Unglingarnir gera háv- aða, tala mjög hátt, taka oft lagið meðan þeir hlusta á plötur — þeir krefjast þess með öðrum orðum að tónlistardeildin hafi til umráða sérstakan sal handa þeim. Það verður að vera salur sem er búinn vegg- og naglföstum húsgögnum sem þola allt (og ég meina allt), mörg- um lausum sessum og koddum til að búa til „legulandslag", hlustunartækjum fyrir hvern einstakan og sameiginlegum hátölurum, beat- og popp-tímaritum og -blöðum, og það verður að gefa ungling- unum möguleika á að skreyta veggina sjálfir. Salinn má gjarna skilja frá út- lánasalnum með hljóðeinangruðum gler- vegg (4 lög af hitagleri), þannig að starfsfólkið geti haft ákveðið eftirlit með því sem fram fer, og sömuleiðis væri innanhússími þangað gagnlegur („Hættiði þessum koddaslag strax!“ eða „Veriði ekki að sveifla lömpunum!“). Hinsvegar er ég ekki þeirrar skoðunar, að plötur, segulbönd eða bóklegt efni, sem sérstaklega er ætlað ungu fólki, eigi að vera i þessum sal. Hættan á skemmd- um og þjófnaði væri alltof mikil. Salur- inn á ekki að vera undir stöðugu eftirliti. Efni fyrir unglinga, sem lána á út, ætti allt að vera í sameiginlegum útlánasal, en kannski á einum tilteknum stað þar. Innrétting útlánasalar Þetta leiðir okkur að innréttingu út- lánasalarins, og þar verður að gera grein- armun á tvennskonar útlánum: annars- vegar almenningssafn þar sem tónlist- ardeildin er fagsalur en útlánaskráning og afhending er sameiginleg fyrir allt bókasafnið og hinsvegar safn þar sem tónlistardeildin verður af einhverjum orsökum (staðsetning?) að annast út- lánaskráninguna sjálf. í báðum tilvikum verður að vera rúm til að koma efninu fyrir eftir efnistegundum og áhugasvið- um. í Danmörku er plötunum raðað í þessa flokka: eitt hljóðfæri, kammertón- list, hljómsveitartónlist, rafeindatónlist, söngur, óperur, þjóðlög, beat, djass, dæg- urtónlist, tæknilegar plötur. Þessi deiling tekur fullt tillit til áhugasviða almenn- ings, og þegar almenningssalurinn er innréttaður mætti vel hugsa sér að raða plötunum hjá nótnaheftunum, hafa pí- anóhefti og nemendahefti í aðskildum básum með þægilegum sætum og hlust- unartækjum. Til dæmis ein deild með einu hljóðfæri og kammertónlist, önnur með hljómsveitum, söngplötum og óper- um, þriðja með djass, fjórða með þjóð- lögum og beat, og fimmta með dægur- tónlist. Röðun efnisins ætti helzt að vera sem allra sveigj anlegust með fær- anlegum hillum, þannig að hægt sé að breyta til vegna breyttra aðstæðna eða til að blanda efninu öðruvísi. Það verður bara að gera ráð fyrir hugsan- legum flutningum þegar safnið er inn- réttað, þannig að tæknimennirnir séu 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.