Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 33

Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 33
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] ágúst 2009 M enningarnótt er orðin fasti í dagatal- inu, rétt eins og undangengnar helg- ar: Verslunarmanna- helgin og Gay Pride. Og ólíkt mörg- um helgidögum eru þessir síðsumarsdagar tilefni til mann- fagnaðar víða um land þar sem þúsundir koma saman úti undir berum himni, stundum ekki til ann- ars en að sjá nýjan stað, líta á mannlífið og þiggja smá veitingar. Um síðustu helgi komu þúsundir saman á Eyrarbakka og fóru um þorpið í stríðum straumum. „Þetta var eins og á Oxford-stræti,“ sagði einn heimamaður. Er það málið? Finnum við á endanum samstöðuna í mannfjöldanum? Dagskrá Menningarnætur er afar fjölbreytt eins og hún á vanda til: raunar hefur dagskráin hin síðari ár sprengt öll kynningarform dag- blaða og prentaðs máls. Vefurinn reynist þokkalegasta tækið til að miðla upplýsingum um atburðina sem í vændum eru: www.menning- arnott.is. Það er 2009-bragur á öllu, kostunarskiltin horfin og menn að gera sitt á einfaldan og ódýran hátt. Veitendur eru af öllu tagi og yfir- skrift hátíðarinnar, Húsin í bænum, er elskuleg. Það er þó ekki boðið upp á kynningu á þeim húsum í elsta bæjarhluta Reykjavíkur sem verk- takar og skuldsettir eigendur eru áfjáðir í að rífa. Það hefði verið gott tækifæri undir þessari yfirskrift að láta þá ásamt tilleiðanlegum borgar- fulltrúum standa fyrir máli sínu við hvert það hús sem er í hættu. „NÓTTIN HEFUR NÍÐST Á MÉR...“ Það er ekki víst að allir verði jafn hressir í fyrramálið og þeir eru nú á björtum laugardegi. Menningarnótt í Reykjavík er fram undan og útlit fyrir þurrt og hlýtt veður. Tvö stærstu hljóðkerfi landsins munu bítast á yfi r Tjörninni og viðbúið að þúsundir leiti í dag sam- stöðu á götum miðborgarinnar. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON FR ÉT TA BL A Ð IÐ /D A N ÍE L „Ég þótti sér- vitur þá“ Breski ljósmynd- arinn Brian Griffin í viðtali um feril sinn og verk- efni. SÍÐA 4 Bragð er að þá ... Myndasaga eftir Bjarna Hinriks- son úr nýju hefti af (gisp!) sem kemur út í dag. SÍÐA 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.