Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 82

Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 82
50 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Hljómsveitin Sometime hefur gefið út aðra smáskífu sína af plötu sinni Supercali- fragilisticexpialidocious. Smáskífan nefnist Heart of Spades og kemur út á netinu og á kassettu í fimmtíu núm- eruðum eintökum. Með kassettunni fylgir frítt niðurhal af henni á síð- unni Tónlist.is. Á smáskíf- unni eru fimm endurhljóð- blandanir eftir Steed Lord, SvenBit, Introbeats, Oculus og Trulz & Kjex. Kassettan fæst einungis í tískuverslununum KVK og KronKron. Einnig er hægt að kaupa lögin á tonlist.is, grapewire.net og fleiri síðum. Sometime fagnar útgáfunni í kvöld klukkan 20.20 í versl- uninni KVK, Laugavegi 58a. -fb „Svona hefði Jackson sjálfur eflaust viljað gera þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem afhenti Barnaspítala Hringsins eina og hálfa milljón á fimmtudag. Peningagjöfin var ágóði miðasölu af minningarkvöldi um Jackson á Nasa sem haldið var 11. júlí síð- astliðinn, þar sem ein milljón króna safnaðist, en Byr sparisjóð- ur bætti um betur og lagði fram hálfa milljón til viðbótar. „Michael Jackson sjálfur fór mikinn í góðgerðastarfsemi ýmiss konar og er meðal annars í Heims- metabók Guinness fyrir að vera sá einstaklingur sem mest lagði af mörkum til ýmissa góðgerðamála um heim allan. Ákvörðunin um að veita Barnaspítala Hringsins þessa peningagjöf er því alveg í hans anda,“ segir Páll Óskar, sem kom sjálfur fram á minningar- kvöldinu. Auk þess komu Alan Jones og Seth Sharp fram ásamt hljómsveitinni Jagúar og Yesmine Olsson sem sýndi Jackson-spor- in ásamt fleiri dönsurum. Spiluð voru svo Michael Jackson-lög alla nóttina fyrir fullu húsi. - ag Hringurinn fékk Jackson-söfnunarfé Í MINNINGU MICHAELS JACKSON Páll Óskar stóð fyrir minningarkvöldi um Jackson á Nasa 11. júlí ásamt fleirum og var allur ágóðinn af miðasölu, ein millj- ón, auk hálfrar milljónar frá Byr, afhentur Barnaspítala Hringsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SOMETIME Hljómsveitin Sometime hefur gefið út aðra smáskífu sína. Smáskífa frá Sometime PÁLL ÓSKAR OG MONIKA Halda tvenna tónleika í Listasafni Einars Jónssonar. Páll Óskar og Monika halda tvenna tónleika í Listasafni Einars Jóns- sonar í dag klukkan 16 og svo aftur klukkan 18. Þau munu flytja vinsælustu lög Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpuna, auk ýmiss annars góðgætis af efnis- skránni þeirra. Aðgangur er ókeypis. Seinna um kvöldið verður Páll Óskar í diskóstuði þegar hann endar stórtónleikana í Hljómskála- garðinum rétt fyrir flugeldasýn- inguna. Páll Óskar stígur þar á svið kl. 22 og spilar í hálftíma. Spila í Lista- safninu „Við vorum nokkrir vinir sem tókum okkur saman í vetur og ákváðum að taka til í skápum og geymslum og halda flóamarkað um borð í Hvalasetrinu. Það gekk svo vel að við ákváðum að endurtaka leikinn núna í tilefni menningar- dagsins og halda markað bæði á bryggjunni og um borð í skipinu,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, markaðsstjóri hjá Eldingu. Að sögn Evu Maríu verða um tíu manns með bása á markaðnum í dag þar sem hægt verður að kaupa allt milli himins og jarðar. Heitt verður á könnunni og boðið verð- ur upp á ratleik um höfnina fyrir fjölskyldur. „Ratleikurinn hefst um borð í Hvalasetrinu og stendur yfir allan daginn. Það verður þri- svar sinnum dregið um verðlaun yfir daginn og koma verðlaunin frá fyrirtækjum í nágreni við höfnina.“ Auk flóamarkaðarins býðst gest- um að skoða listasýningu á vegum Félags frístundamálara sem verður á neðri hæð Hvalasetursins. Flóa- markaðurinn hefst klukkan 11 í dag, en Hvalasetrið verður opið frá klukkan 8. - sm Fljótandi markaður ALLT TIL SÖLU Eva María, markaðsstjóri hjá Eldingu, segir að mikið verði um að vera í kringum gömlu höfnina í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tónlistarmaðurinn Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma og trommaranum Frosta Gringó í portinu hjá skemmtistaðnum Kultura í dag. „Við erum að spila í fyrsta sinn saman og ég er mjög spenntur,“ segir Orrustubjarki, eða Bjarki Markússon. „Við vorum að prufa eina æfingu í gær [fimmtudag] og það kom mjög vel út.“ Þeir félagar ætla að bjóða upp á tilraunakennt sýrurokk og hefja þeir leik klukkan 15. Bjarki hefur verið lengi í tónlist og byrjaði að taka upp árið 1995. Hann hefur gefið út eina plötu með Pétri og Úlfunum en fyrsta sólóplata hans er væntanleg í haust. Útilokar hann ekki að Krummi verði þar í gestahlutverki. Nafnið Orrustubjarki er óvenjulegt og Bjarki hefur góða skýringu á því: „Það var víkingur í gamla daga sem slátraði manni og öðrum og mér fannst það hæfa mér því kalla sjálfan mig „artist/ criminal“,“ segir hann án þess að blikna. Fjöldi annarra hljómsveita spilar í portinu í dag, þar á meðal Rafgashaus, Skorpulifur, Anonymous, Tonik, The Way Down og Biogen. - fb Orrustubjarki stígur á svið ORRUSTUBJARKI Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma í fyrsta sinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í FLATEY Lay Low í Flatey þar sem upptökur fóru fram bæði innan- og utandyra. Nýr tvöfaldur diskur með tónlistarkonunni Lay Low kemur að öllum líkindum út hérlendis fyrir jólin og erlendis eftir áramót. Á fyrri disknum verða sjö lög sem Lay Low tók upp órafmagnað í Flatey um síðustu helgi og á hinum verður DVD-mynddiskur. Tvö laganna eru ný, þar af annað sem hún samdi við ljóðið Sorg- in frá árinu 1884 eftir skáldið Und- ínu, sem hét réttu nafni Helga Stein- vör Baldvinsdótt- ir. Myndatökumenn voru á staðnum sem festu spilamennskuna á filmu og verða þær upp- tökur á DVD-disknum. „Okkur langaði að skjóta myndefni með Lov- ísu að flytja lögin sín og skoðuð- um eyna í júní og tókum mynd- ir,“ segir umboðsmaðurinn Kári Sturluson. „Í kjölfarið tókum við þetta lengra og kýldum á upptök- ur um helgina. Það voru engin tvö lög tekin upp á sama stað og það var tekið upp bæði úti og inni. Í einu lagi spiluðu hænsn ansi stórt hlutverk því þau voru á vappi í kring,“ segir hann. „Flat- ey á eftir að setja mark sitt á öll lögin því öll stemningin úr eynni smitast inn í upp- tökurnar. Við tókum þetta þannig upp og ætlum að láta þessar tökur standa.“ Leikstjórinn Denni Karlsson sem vann við heimildarmynd Sigur Rósar, Heima, stjórnaði upptökunum fyrir DVD-diskinn og um kvikmyndatöku sá Víðir Sigurðs- son. Hljóðupptaka var í höndum Viðars Hákonar Gíslasonar, eða Vidda í Trabant. freyr@frettabladid.is Órafmögnuð Lay Low í Flatey SÝNINGARTÍMAR FORSÝNINGA SUNNUDAGINN 23. ÁGÚST Sambíóin Kringlunni sýnd í 3D kl. 4 • Sambíóin Akureyri kl. 4 • Sambíóin Selfossi kl. 4 • Sambíóin Keflavík kl. 4 Frá þeim sömu og færðu okkur Finding Nemo, Wall-E og Monsters Inc. Stórkostlegt ævintýri sem engin fjölskylda má missa af Ein besta Disney-Pixar mynd til þessa Sýnd með Íslensku tali FORSÝNINGAR Á MORGUN!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.