Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 82
50 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Hljómsveitin Sometime hefur gefið út aðra smáskífu sína af plötu sinni Supercali- fragilisticexpialidocious. Smáskífan nefnist Heart of Spades og kemur út á netinu og á kassettu í fimmtíu núm- eruðum eintökum. Með kassettunni fylgir frítt niðurhal af henni á síð- unni Tónlist.is. Á smáskíf- unni eru fimm endurhljóð- blandanir eftir Steed Lord, SvenBit, Introbeats, Oculus og Trulz & Kjex. Kassettan fæst einungis í tískuverslununum KVK og KronKron. Einnig er hægt að kaupa lögin á tonlist.is, grapewire.net og fleiri síðum. Sometime fagnar útgáfunni í kvöld klukkan 20.20 í versl- uninni KVK, Laugavegi 58a. -fb „Svona hefði Jackson sjálfur eflaust viljað gera þetta,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem afhenti Barnaspítala Hringsins eina og hálfa milljón á fimmtudag. Peningagjöfin var ágóði miðasölu af minningarkvöldi um Jackson á Nasa sem haldið var 11. júlí síð- astliðinn, þar sem ein milljón króna safnaðist, en Byr sparisjóð- ur bætti um betur og lagði fram hálfa milljón til viðbótar. „Michael Jackson sjálfur fór mikinn í góðgerðastarfsemi ýmiss konar og er meðal annars í Heims- metabók Guinness fyrir að vera sá einstaklingur sem mest lagði af mörkum til ýmissa góðgerðamála um heim allan. Ákvörðunin um að veita Barnaspítala Hringsins þessa peningagjöf er því alveg í hans anda,“ segir Páll Óskar, sem kom sjálfur fram á minningar- kvöldinu. Auk þess komu Alan Jones og Seth Sharp fram ásamt hljómsveitinni Jagúar og Yesmine Olsson sem sýndi Jackson-spor- in ásamt fleiri dönsurum. Spiluð voru svo Michael Jackson-lög alla nóttina fyrir fullu húsi. - ag Hringurinn fékk Jackson-söfnunarfé Í MINNINGU MICHAELS JACKSON Páll Óskar stóð fyrir minningarkvöldi um Jackson á Nasa 11. júlí ásamt fleirum og var allur ágóðinn af miðasölu, ein millj- ón, auk hálfrar milljónar frá Byr, afhentur Barnaspítala Hringsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SOMETIME Hljómsveitin Sometime hefur gefið út aðra smáskífu sína. Smáskífa frá Sometime PÁLL ÓSKAR OG MONIKA Halda tvenna tónleika í Listasafni Einars Jónssonar. Páll Óskar og Monika halda tvenna tónleika í Listasafni Einars Jóns- sonar í dag klukkan 16 og svo aftur klukkan 18. Þau munu flytja vinsælustu lög Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpuna, auk ýmiss annars góðgætis af efnis- skránni þeirra. Aðgangur er ókeypis. Seinna um kvöldið verður Páll Óskar í diskóstuði þegar hann endar stórtónleikana í Hljómskála- garðinum rétt fyrir flugeldasýn- inguna. Páll Óskar stígur þar á svið kl. 22 og spilar í hálftíma. Spila í Lista- safninu „Við vorum nokkrir vinir sem tókum okkur saman í vetur og ákváðum að taka til í skápum og geymslum og halda flóamarkað um borð í Hvalasetrinu. Það gekk svo vel að við ákváðum að endurtaka leikinn núna í tilefni menningar- dagsins og halda markað bæði á bryggjunni og um borð í skipinu,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, markaðsstjóri hjá Eldingu. Að sögn Evu Maríu verða um tíu manns með bása á markaðnum í dag þar sem hægt verður að kaupa allt milli himins og jarðar. Heitt verður á könnunni og boðið verð- ur upp á ratleik um höfnina fyrir fjölskyldur. „Ratleikurinn hefst um borð í Hvalasetrinu og stendur yfir allan daginn. Það verður þri- svar sinnum dregið um verðlaun yfir daginn og koma verðlaunin frá fyrirtækjum í nágreni við höfnina.“ Auk flóamarkaðarins býðst gest- um að skoða listasýningu á vegum Félags frístundamálara sem verður á neðri hæð Hvalasetursins. Flóa- markaðurinn hefst klukkan 11 í dag, en Hvalasetrið verður opið frá klukkan 8. - sm Fljótandi markaður ALLT TIL SÖLU Eva María, markaðsstjóri hjá Eldingu, segir að mikið verði um að vera í kringum gömlu höfnina í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tónlistarmaðurinn Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma og trommaranum Frosta Gringó í portinu hjá skemmtistaðnum Kultura í dag. „Við erum að spila í fyrsta sinn saman og ég er mjög spenntur,“ segir Orrustubjarki, eða Bjarki Markússon. „Við vorum að prufa eina æfingu í gær [fimmtudag] og það kom mjög vel út.“ Þeir félagar ætla að bjóða upp á tilraunakennt sýrurokk og hefja þeir leik klukkan 15. Bjarki hefur verið lengi í tónlist og byrjaði að taka upp árið 1995. Hann hefur gefið út eina plötu með Pétri og Úlfunum en fyrsta sólóplata hans er væntanleg í haust. Útilokar hann ekki að Krummi verði þar í gestahlutverki. Nafnið Orrustubjarki er óvenjulegt og Bjarki hefur góða skýringu á því: „Það var víkingur í gamla daga sem slátraði manni og öðrum og mér fannst það hæfa mér því kalla sjálfan mig „artist/ criminal“,“ segir hann án þess að blikna. Fjöldi annarra hljómsveita spilar í portinu í dag, þar á meðal Rafgashaus, Skorpulifur, Anonymous, Tonik, The Way Down og Biogen. - fb Orrustubjarki stígur á svið ORRUSTUBJARKI Orrustubjarki spilar með vini sínum Krumma í fyrsta sinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í FLATEY Lay Low í Flatey þar sem upptökur fóru fram bæði innan- og utandyra. Nýr tvöfaldur diskur með tónlistarkonunni Lay Low kemur að öllum líkindum út hérlendis fyrir jólin og erlendis eftir áramót. Á fyrri disknum verða sjö lög sem Lay Low tók upp órafmagnað í Flatey um síðustu helgi og á hinum verður DVD-mynddiskur. Tvö laganna eru ný, þar af annað sem hún samdi við ljóðið Sorg- in frá árinu 1884 eftir skáldið Und- ínu, sem hét réttu nafni Helga Stein- vör Baldvinsdótt- ir. Myndatökumenn voru á staðnum sem festu spilamennskuna á filmu og verða þær upp- tökur á DVD-disknum. „Okkur langaði að skjóta myndefni með Lov- ísu að flytja lögin sín og skoðuð- um eyna í júní og tókum mynd- ir,“ segir umboðsmaðurinn Kári Sturluson. „Í kjölfarið tókum við þetta lengra og kýldum á upptök- ur um helgina. Það voru engin tvö lög tekin upp á sama stað og það var tekið upp bæði úti og inni. Í einu lagi spiluðu hænsn ansi stórt hlutverk því þau voru á vappi í kring,“ segir hann. „Flat- ey á eftir að setja mark sitt á öll lögin því öll stemningin úr eynni smitast inn í upp- tökurnar. Við tókum þetta þannig upp og ætlum að láta þessar tökur standa.“ Leikstjórinn Denni Karlsson sem vann við heimildarmynd Sigur Rósar, Heima, stjórnaði upptökunum fyrir DVD-diskinn og um kvikmyndatöku sá Víðir Sigurðs- son. Hljóðupptaka var í höndum Viðars Hákonar Gíslasonar, eða Vidda í Trabant. freyr@frettabladid.is Órafmögnuð Lay Low í Flatey SÝNINGARTÍMAR FORSÝNINGA SUNNUDAGINN 23. ÁGÚST Sambíóin Kringlunni sýnd í 3D kl. 4 • Sambíóin Akureyri kl. 4 • Sambíóin Selfossi kl. 4 • Sambíóin Keflavík kl. 4 Frá þeim sömu og færðu okkur Finding Nemo, Wall-E og Monsters Inc. Stórkostlegt ævintýri sem engin fjölskylda má missa af Ein besta Disney-Pixar mynd til þessa Sýnd með Íslensku tali FORSÝNINGAR Á MORGUN!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.