Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 3

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 3
60 þessari grein verzlunarinnar hefur mjög minnkað síðustu ár. Hefur fjelagið við það misst að sama skapi tökin á einu af aðalætlunarverkum sínum, en það er vöruvönd- unin. En þar hefur fjelagið hingað til unnið allmikið starf til bóta. Ullarverkun fjelagsins hefur fengið þá viðurkenningu hjá aðalkaupendum ullarinnar á Eng- landi, einmitt í mín eyru, að merkið K. F*. sje bezta ullarmerki á íslandi. Og vjer þekkjum flestir, hverjum stakkaskiptum ullarverkunin tók almennt í þessu hjeraði, einmitt af völdum K. Þ. Tilhögunin með skipting á sauðfjárverði eptir þyngd og gæðum, * hefur liaft þau áhrif á meðferð sauðfjár, að engin framfaratilraun í þessu hjeraði, í þá átt, hefur jafnast þar við að árangri. Pá er kunnugt hve miklum umbótum smjörverkun hefur tekið og tók árlega, eptir að K. I3. fór að hafa með höndum smjörsölu; og því að þakka var það, að fjelagið reið fyrst af öllum á vaðið og áræddi að sýna íslenzkt smjör á enskum markaði (sumarið 1898). Þessi byrjun, þó lítil væri, vakti svo marga til umhugsunar um það efni, að jeg efast um, að annað hafi átt meiri þátt í að hrinda á stað smjör- búahreyfingunni. Af stofnunum sem við verzlun fást, varð K. Þ. á undan í því að gjöra tilraunir um sölu á linsöltuðu kjöti erlendis. F*að var skömmu eptir 1890. Fullum 10 árum síðar var málið vakið upp á alþingi; hefur K. F*. stutt það mjög mikið og fleiri kaupfjelög og þeim er það að þakka, að svo vænlega horfir með þann markað nú. Hjer kemur því fram einkennileg mót- sögn: annarsvegar þessi miklu og víðtæku áhrif, sem fjelagið hefur náð, en hins vegar máttleysi fjelagsins, að ná vörunum undir sín umráð eða halda þeim þar saman.« „3. Vörumagn innflutt. “ Ræðumaður skýrði frá því í aðaldráttum (sbr. framannefnda skýrslu um K. F>.) og benti á, að hin mikla aukning á magni aðfluttrar vöru til Húsa- * Stigmunur pundverðsins eptir gæðum.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.