Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 4

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 4
61 víkur hin síðustu ár kæmi tiltölulega lítið fram á K. Þ. nje verzlun þeirri er þar var fyrir, heldur væru það hinir nýju smákaupmenn, sem hún teldist til að mestu leyti. Pó hjeldi fjelagið þar velli. Hann gat þess að árið 1887 hefði fjelagið fyrst náð veru- legu valdi á verzlun hjeraðsbúa, en til þess varð að leggja í þá hættu, að fá hingað vöruflutning að vetrarlagi (Febrúar eða Marz).' En þegar áhættan við vetrarflutninginn 1887 og 1888 kom í ljós, hefði verið ráðist í að fá hjá umboðs- manni fjelagsins lán fyrir vetrarforða handa fjelagsmönnum. Paðan stafaði svo einkum skuld sú, sem fjelagið stóð í, mörg ár, við umboðsmann, en jafnframt hitt, að fjelagsmenn hefðu verið óháðir kaupmönnum hér, og nú tækju menn þetta vetrarforða-lán hjá sjálfum sjer (úr varasjóði). y>4. Eignir fjelagsheildar og aðstaða á Húsavík. í önd- verðu var skotið saman hlutafje til húsbyggingar, um 2000 kr., og óx það smám saman upp í full 3000 krón- ur. Nægði það eigi, að hálfu, fyrir þau hús er fjelagið þurfti. Tók það að öðru leyti húsrúm á leigu. Síðan keypti fjelagið hús þau, er það hafði notað, en í skuld að mestu. Þannig stóð fram yfir 1890. Nú eru eignir fjelagsheildarinnar í húsum, vatnsleiðslu og vatnsmylnu og öðrum áhöldum, eigi innan við 18000 krónur og má telja það skuldlausa eign. Hefur fjelagið nú allsæmi- legt húsrúm og hina beztu lóð, sem til er á Húsavík og horfir vel við í framtíð.« »5. Sjóðeignir fjelagsmanna i vörzlum fjelagsins og umráðum. Um þær get jeg skírskotað til Ófeigs, sem nýlega hefur gengið milli fjelagsmanna. * Þær hafa, eins og kunnugt er, allar skapazt á síðari helmingi af æfi fjelagsins eða síðan 1895. Þær nema, í varasjóði kaup- fjelagsmanna og stofnsjóði söludeildar, nú um áramótin, fullum 36 þúsundum króna og hvíla í vetrarforða fje- lagsmanna þeim sem kom til skipta eptir Nýárið og í * Sjá skýrslu um sjóðeignir hjer í ritinu.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.