Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 5

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 5
62 vöruleyfum söludeildar. Sjeu nú eignir fjelagsheildarinnar, sem jeg hef skýrt frá, lagðar hjer við, nema allar þessar eignir 54 — 55 þús. kr. Þarna fyrir utan eru í sparisjóði fjelagsins miklar eignir, og tilheyra þær að miklu leyti fjelagsmönnum, eða vandamönnum þeirra. * Nú mun eðlilega spurt verða: Skulda nú eigi fjelags- menn fjelagsheildinni talsvert upp í þetta? Eins og kunnugt er, þá skulda sumar deildir um hver áramót, að kalla, meira og minna, og sömuleiðis nokkrir fjelagsmenn utan deilda. En svo eru aptur deildir og einstakir fjelagsmenn, utan þeirra, sem átt hafa inni. Og þetta jafnaðist vel upp í árslok 1905. Nú er þetta ekki fullsjeð enn, en jeg vona, að það standi ekki mið- ur en í fyrra. — Fyrir 14 árum var þessu mjög ólíkt háttað, skuldir þá miklar en eignir engar teljandi. En þá sýndist fjelagsmönnum nauðsýn á, að kippa þessu í liðinn og gjörðu þegar rögg á sig. Þá fengust þrjú ár góð, og þau voru vel notuð. Og árangurinn hefur orðið þessi, sem jeg hef nú skýrt frá.« »6. Viðskiptasambönd fjelagsins. Fyrstu árin gekk ekki vel að fá tryggileg eða heppileg viðskiptasambönd er- lendis, og þá er fjelagið hafði fengið öruggan umboðs- mann, sem jafnframt hefur verið erindsreki þess erlendis, varð allt til hans að sækja: stofnfjeð að mestu að láni, veltufje að öllu leyti, í stuttu máli allt Iánstraust. Enn fremur allt, sem laut að vöruvali og kaupum, vörusölu og svo flutningi vörunnar. Nálega allt varð að sjá með hans augum, því þekking á þeim hlutum var engin í fyrstu, og útvegir fáir. Jeg álít að 'vjer höfum verið heppnir í vali á umboðsmönnum, en í þessu var þó fólgið mikið ósjálfstæði. þetta er nú að flestu leyti mjög breytt til hins betra. Lánstraust er nú fengið loks innan- lands, svo sem nægir, og er það að þakka hinum miklu umbótum á peningastofnunum landsins; eigin efni fje- * Innstæður í sparisjóði K. F*. nú um áraniótin kr. 11,657.92, mest af þeim eign fjelagsmanna, barna þeirra eða hjúa.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.