Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Blaðsíða 12
69
Hjer er efni í ítarlega ritgjörð, sem ekki á sæti í þessum
athugasemdum. Endist þessu riti aldur og þróttur, er von-
andi að það hverfi aptur, alvarlega, að þessu efni.
Við III. flokk. Fyrstu 2 árin var ull og sauðfje selt innan-
lands, en þar á eptir var allt vörumagn fjelagsins sent á er-
lendan markað, á ábyrgð fjelagsmanna, að smjöri undan teknu.
Pað var mest selt innan lands. Áhugi fjelagsmanna sjest, að
líkindum, bezt á útflutningi ullar og lifandi sauðfjár. Pað
tímabilið, sem þetta var jafnast, var áhuginn öruggastur eða
stöðugastur. Hvarfl, til viðskipta við kaupmenn, fór 1 j verða
meira um aldamótin og þar á eptir, enda fór þá smákaup-
mönnum óðum fjölgandi, og »nýir vendir sópa bezt« Eigin
gagn og stundarhagur var svo auðsætt áður, að það hjelt
mörgum föstum í fjelaginu, sem valtur varð í sessi fyrir
mjúklæti og glæsiboðum hinna nýrri kaupmanna.
Fram að 1890 var eigi, í skýrslum fjelagsins, gjörð skil-
greining á veturgömlum sauðum og eldri. En það er áreiðan-
legt, að veturgamlir sauðir voru til jafnaðar færri, hlutfallslega,
þessi fyrri ár, en hin síðari, því þeir voru þá síður hæfir til
útfiutnings (Ijelegri) og sauðabændur þá óvanir því, að eyða
til muna af veturgömlum sauðum. Undir aldamótin tók eldri
sauðum óðum að fækka og stafaði það af tvennuj: Innflutn-
ingsbann sauðfjár á Englandi spillti markaðnum og dróg
mjög úr útflutningi lifandi sauðfjár frá íslandi, af ýmsum
ástæðum: Sauðfjárfarmar þurftu að vera smærri en áður, og
þar af leiðandi voru skipin ver fallin til fjárflutninga; urðu
því talsverð slys á útflutningi sauðfjárins, en það vakti aptur
allmikinn óhug hjá mönnum á útflutningnum. Jafnhliða þessu
fór vinnuekla vaxandi og kaupgjald hækkaði; þótti því dýrt
að ala upp eldri sauði. Ullin var og í lágu verði, um þessar
mundir, og borgaði alls eigi vetrarfóður sauðanna, eins og
þó var optlega áður.
Við IV. flokk. Þegar athuguð er meðalþyngd sauðanna,
er auðsætt, hversu hún hefur farið vaxandi, fyrstu 10 árin,
og er þó lægra hlutfall veturgömlu sauðanna, þau árin, eins