Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 20
77 er skulu lagðar fyrir aðalfund til úrskurðar og endiíegra úrslita. Skylt er þeim og að athuga, að minnsta kosti tvisvar á ári og fyrirvaralaust, hvort reikningsfærsla for- manns fyrir fjelagið er í lagi. Formaðurinn tekur eigi þátt í kosningum endurskoðenda. Að öðru Ieyti gildir hið sama um hana og kosningu stjórnarinnar. Reikning- ur yfir kostnað við störf endurskoðenda leggist fyrir aðalfund til úrskurðar. 21. grein. Fjelagsmenn bera, allir fyrir einn og einn fyrir alla, ábyrgð á öllum skuldbindingum fjelagsins. Heimilt er fjelagsstjórninni að taka peningalán handa fjelaginu, hvar, hvenær og með hvaða kjörum, sem hún álítur nauðsýn- legast. Peningalán þau, er fjelagsstjórn þannig tekur, á- byrgjast allir fjelagsmenn sem sjálfskuldarábyrgðarmenn »in solidum« án þess lántakan hafi verið eða sje undir þá borin, og án þess að þeir gefi út sjerstakt ábyrgðar- skjal þar að lútandi, og er hverjum fjelagsmanni, ef málssókn rís út af láninu, skylt að mæta og svara til saka á þeim stað, sem fjelagsstjórnin undirgengst við lántökuna. 22. grein. Allar fundargjörðir fjelagsins skulu ritaðar í gjörðabók. Undir fundargjörðir stjórnarinnar rita viðstaddir stjórn- endur, en fundarstjóri og skrifari undir aðrar fundar- gjörðir fjelagsins. 23. grein. Fjelagið kaupir og selur vörur einungis gegn borgun út í hönd. Pó má fjelagið, eptir atvikum, skulda við- skiptamönnum sínum erlendis þrjá mánuði í senn. 24. grein. Vörur fjelagsins og aðrar eignir skulu jafnan vera vátryggðar fyrir fullt verð.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.