Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 23

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 23
80 eptir þvi sem kostur er á, að fjelagsmenn sitji fyrir öðrum, ef skortur sýnist ætla að verða á einhverri vörutegund, enda hafa og pantanir farið fram að nokkru leyti. Útsöluverð á vörum fjelagsverzlunarinnar er ákveðið sem næst lœgsta útsöluverði í kaupmannaverzlunum á Akureyri. Skuldaverzlun má eigi eiga sjer stað, og sje út af því brugðið ber formaður fjelagsins fulla ábyrgð á því. Við árslok er verzlunarágóðanum skipt milli fjelags- manna, hlutfallslega eptir vöruúttekt þeirra við fjelags- verzlunina síðast liðið ár. Þetta fyrirkomulag hugðu fjelagsmenn að yrði, að ýmsu leyti, hagfeldara en áður var. Peir litu svo á, að fjelagið næði betur tilgangi sínum en ella með því, að það gæti haft fjölbreyttari vörur, sem leiddi þá til þess, að viðskiptaveltan ykist, auk þess sem fjelagsmenn losn- uðu við þau óþægindi, sem opt eru því samfara, að sækja vörur sínar á ákveðnum degi. Líkindi fannst þeim og til þess að utanfjelagsmenn myndu verzla í sölubúð fjelagsins, eigi síður en annarsstaðar, og gæti að því orðið nokkur hagnaður fyrir fjelagið. En aðalbreytingin til bóta voru fjelagsmenn sannfærðir um að yrði sú: að skuldaverzluninni hætti, bæði við útlenda og innlenda viðskiptamenn fjelagsins. Þess vegna var ákveðið í 3. grein fjelagslaganna, að fjelagið taki bankalán, til þess, að það neyðist aldrei til að skulda viðskiptamönnum sínum, fyrir skort á veitufje. í sambandi við þetta skal þess getið, að íslandsbanki vjekst mjög vel við lántöku- beiðni »Kaupfjelags Eyfirðinga« gegn samábyrgð fjelags- manna fyrir láninu. Má telja víst, að kaupfjelög, með skýru og tryggilegu skipulagi, eigi ekki ógreiðari aðgang að bönkum landsins en hvers konar fjelög önnur og einstakir menn, enda munu þau flest hafa góða trygg- ingu að bjóða, sem er samábyrgð fjelagsmanna, ásamt sjóðum og öðrum eignum fjelaganna.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.