Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 35

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 35
92 bæjum erlendis, má samt telja bygging þeirra mjög þarfa nýbreytni. Hugsanlegt er, að hús þessi megi nota til slátrunar af fleirum en fjelögunum sjálfum. Ef húsin eru sæmilega gjörð í fyrstu, ætti að mega nota þau á einhvern hátt, þá tíma ársins, sem þeirra þarf eigi með í hinu upphaflega augnamiði. IV. Slátrunarfjelag Sunnlendingfa. Eptir langan og rækilegan undirbúning er nú fjelag þetta komið á fastan fót, og tekur væntanlega til starfa á þessu ári. Lög fjelagsins voru samþykkt á fundi við Þjórsárbrú, 28. Jan. þ. á. Tala þeirra manna, sem lofað höfðu hlutdeild í sláturhúsinu, var þá orðin 565 úr 26 hreppum í Árnessýslu og Rangárvalla. Stofnfjárloforð orðin rúm 11 þús. kr. Hinir kjörnu fulltrúar á fundínum samþykktu, í einu hljóði, að stofna sláturhúsið. Stjórn fjelagsins var kosin, tveir menn úr Árnessýslu: Vigfús Guðmundsson í Haga og Ágúst Helgason í Birtingaholti, og tveir menn úr Rangárvallasýslu: Þórður Guðmunds- son í Hala og sjera Eggert Pálsson á Breiðabólstað. * Að líkindum verður þetta stærsti almennur fjelags- skapur til verklegra framkvæmda, sem á fót kemst, hjer á landi, þetta ár. Hann nær yfir tvær, einna fjöl- mennustu sýslur landsins og miðar til stórra umbóta á meðferð og verðgildi sláturfjenaðar á Suðurlandsundir- lendinu, en þar er aðalkjötforðabúr höfuðborgarinnar. Það má og telja líklegt að fjelagsskapur þessi nái til fleiri greina en þeirra, sem beinlínis lúta undir aðaltil- ganginn. Lög fjelagsins hefir tímaritið enn eigi fengið, þrátt fyrir það þó drög hafi verið lögð til þess, að fá sem fyllstar upplýsingar um þetta mál. Er vonandi að úr því bætist, innan skamms, og nánari frjettir geti komið síðar i ritinu. * Að nokkru tekið eptir ísafold 6. Febr. þ. á. 6*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.