Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 37

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 37
94 Annað fjelagið nefnist Hekla og ætlar að hafa aðsetur á Eyrarbakka. Formaður Kristján Jóhannesson. Stofnfjeð kvað vera 20 þús. kr. Fjelagsmenn flestir úr upphrepp- um Árnessýslu. Hitt fjelagið nefnist Ingólfur og ætlar að hafa aðsetur á Stokkseyri. Framkvæmdarstjóri Olafur Árnason. Stofn- fjeð kvað eiga að vera 50 — 60 þús. kr. Fjelagsmenn þar flestir úr Rangárvallasýslu. Skipulag þessara nýju fjelaga mun eiga að verða líkt og hjá Kaupfjelagi Eyfirðinga. Pó er mælt að jafnframt söludeild eigi að verða pöntunardeildir. Á þessum stöðvum hefir lengi verið kaupfjelag: Stokks- eyrarfjelagið. Mun það hafa vakað fyrir mörgum að mynda hjer eitt öflugt kaupfjelag, með sameinuðum kröptum og þá með hinu nýja skipulagi, en á ýmsu hefir sú hugsun strandað, hvernig sem fara kann í því efni er tímar líða. Sunnlendingar standa bezt að vígi, allra landsmanna, með stofnun og rekstur kaupfjelaga, eptir hinu útlenda sniði: peningaborgun við vöru móttöku. Þeir fá peninga fyrir aðallandbúnaðarvörur sínar: smjör og kjöt, og sam- göngur á landi fara batnandi, ár frá ári. Ef svo járn- braut verður lögð frá Reykjavík austur í sveitir, innan skamms, fer að verða þar enn álitlegra með samvinnu- fjelagsskap. Hann er þar nú þegar á mjög álitlegu þroska- skeiði og mun væntanlega bera þessum frjósömu og mannmörgu hjeröðum heillaríka ávexti. VI. Söludeildir í sambandi við pantanir. Á fyrri árum kaupfjelagsskaparins hjer á landi fengust fjelögin eingöngu við pantanir, eptir fyrir fram söfnuðum skýrslum frá fjelagsmönnum, og bættu að eins svolitlu við, fyrir vanhöldum. En þegar tímar liðu varð mönnum |oað ljóst, að þetta var ekki einhlítt til þess að fjelags- menn gætu haft öll sín viðskipti í fjelögunum, nje til

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.