Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 16
10
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
var um tíma eindreginn félagsmaður og í stjórn þess. En
samveran við B. Kr. og aðra slíka menn í kaupmanna-
flokknum hefir dregið hann yfir til þeirrar hliðar. Hefir
hann staðið framarlega í að mynda einskonar kaupmanna-
deild fyrir samsveitunga sína. Hefir smákaupmaður einn á
Sauðárkróki hjálpað þessum félagsskap. Ef svo væri haldið
áfram stefnunni, myndu kaupmenn um leið einráðir um
verslun héraðsins. Einstaka „stórbændur“ fá þá vildarkjör
fyrir sig, en smábændurnir verða að borga brúsann. þótt
undarlegt sé, situr Jón á Reynistað enn í stjórn félagsins,
þrátt fyrir það, að hann hefir verið að reyna að leysa það
upp. Væntanlega sér hann sóma sinn í því, að vera annað-
hvort hreint og beint með kaupmönnum, eða samvinnu-
mönnum. Sterki þátturinn í félaginu er hinn daglegi rekst-
ur. Sr. Sigfús Jónsson hefir skapað hið núverandi félag upp
úr rústum. Félagið á gengi sitt mjög mikið að þakka áhuga
hans, festu og lægni. Honum er mikill styrkur að bókhald-
ara sínum, þórði Pálmasyni. Meðan þessara tveggja manna
nýtur við, heldur félagið áfram að þróast, þrátt fyrir mót-
blástur andstæðinganna.
Hið ágæta hrossaverð í fyrra kom fáum að jafnmiklu
liði og Skagfirðingum. Hestaeign þar var orðin geysimikil.
Kom stórmikið fé inn í héraðið fyrir aðgerðir Sambands-
ins í hrossasölunni. Batnaði stórmikið hagur margra
bænda þessvegna.
það er eitt af þeim fáru samvinnufélögum
Slátui’félag á landinu, sem ekki hefir enn, eða hafði
Skag-firðinga. ekki, þegar síðast fréttist, breytt samþykt-
um sínum í samræmi við samvinnulögin.
Á Sambandsfundinum á Akureyri í fyrra var fulltrúa fé-
lagsins, sr. Arnóri Árnasyni, gert það skiljanlegt, að Sís
gæti ekki viðurkent félagsdeild, sem hefði ólöglegar sam-
þyktir. Yrði annaðhvort að laga samþyktirnar fyrir næsta
aðalfund, eða þessi deild væri sjálfgengin úr Sambandinu.
Er enn óséð, hversu fei’. Félagsiuenn munu yfirleitt ekkert
hafa á móti að breyta lögunum. Og jafnvel kaupmanna-
sinnarnir í félaginu virðast álíta betra að vei’a í Sís og fá