Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 37
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
31
lagsins er ríkust ástæðan til að beina kröfunum um spam-
að og hóf í einkalífinu.
Til þess að sýna, að það er ekki alveg út í bláinn sagt,
að neysla á hinum svokölluðu munaðarvörum sé orðin það
mikil, að möguleikar ættu að vera til að minka hana, skal
eg lítillega vitna í hagskýrslurnar:
Kaffieyðslan var 1900 5,1, 1915 7,1 og 1919 10,5 kg. á
mann.
Sykureyðslan var sömu ár 14,9, 32,2 og 46,3 kg. á
mann.
Tóbakseyðslan 1,3, 1,3 og 1,6 kg. á mann.
Árið 1919 (síðasta árið, sem skýrslur eru fyrir) voru
keyptar svokallaðar nýlenduvörur, en það er kaffi, kaffi-
rót, te, kakao, sykur, síróp, brjóstsykur, tóbak allskonar
og kryddvörur, fyrir 9 milj. króna. Til samanburðar getur
það verið, að sama ár voru keyptar allskonar kornvörur —
þar með talið hveiti, sem að nokkru leyti er notað sem mun-
aðarvara — fyrir rúml. 7 milj. króna. Ef hveitið er dregið
frá komvörunum, en talið með nýlenduvömnum, þá má
heita, að munaðarvaran sé nær tvöföld að verði við kom-
vörurnar. Við vitum, að öldum saman hefir verið lifað hér
á landi án teljandi innflutnings af nýlenduvörum af
nokkru tægi.
Ýmsar vörutegundir mætti þó nefna, sem ennþá
óbrýnni má telja en hveitið og nýlenduvörumar.
Samkv. nýnefndum verslunarskýrslum var flutt inn af
ýmsum vörum að verði sem nú segir:
Drykkjarföng (löglega innflutt, fyrir utan
það, sem smyglað kann að hafa verið) . . 652,000 kr.
Silkivefnaður, bróderí, kniplingar, fjaðrir til
skrauts o. fl......................... 441,000 —
Ilmvörur.................................... 34,000 —
Stofugögn.................................. 202,000 —
Glysvamingur úr tré....................... 18,000 —
Bréfspjöld, myndir, myndabækur og kort .. 28,000 —
Spil...................................... 32,000 —