Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 104
98
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
alla þá menn, sem mótað hafa mest elsta kaupfélag lands
ins. Guðmundur fór utan til náms um það leyti, sem Hall-
grímur Kristinsson var að byrja innkaup og vörusölu Sam-
bandsins í Kaupmannahöfn. Hallgrímur kyntist honum,
leist vel á þennan unga mann og tók hann í þjónustu sína.
Verslun landsins var þá mjög við Ameríku. Hallgrímur
sendi Guðmund þangað, og lét hann búa þar um stund, til
að kynna sér alla aðstöðu áður en hann byrjaði að hafa
þar opna skrifstofu. Eftir að friður var saminn, fluttist
skrifstofa þessi til Leith og hefir Guðmundur stýrt henni
alla tíð. Mjög fáir menn hafa hér á landi orðið að gegna
jafn vandamiklum fjármálastörfuin á mjög ungum aldn
eins og Guðmundur Vilhjálmsson. En fáir rosknir og
reyndir menn hafa sýnt meiri gætni.
Jón Árnason er Skagfirðingur. Hann fór utan á
miðjum stríðstímanum og kynti sér kaupfélagsskap
Dana. Hann kyntist þá Hallgrími Kristinssyni og fór með
honum heim til Reykjavíkur og' var fyrsti aðstoðaiTnaður
hans við rekstur skrifstofunnar í Reykjavík. Litlu síðar
varð Hallgrímur einn af þrem forstjórum Landsverslun-
ar. Jón Ámason stýrði þá Reykj avíkurskrifstofunni und-
ir eftirliti Hallgríms, og fékk þannig mjög fljótt ábyrgð-
armikið starf. Sambandið óx nú hraðfara og verkaskifting
varð óhjákvæmileg. Jón Ámason fékk þá það aðalhlutverk
að hafa með höndum sölu íslenskra afurða. Litlu áður en
Hallgrímur andaðist, hafði hann fullgert þessa skipulags-
breytingu. Jón Árnason hafði afurðasöluna. Aðalsteinn
Kristinsson innkaupin. Oddur Rafnar stýrði skiftunum út á
við á Norðurlöndum, en Guðm. Vilhjálmsson í Englandi og'
Ameríku. Sala íslenskra afurða er eitt vandasamasta verk
í verslun landsins. í höndum Jóns Árnasonar hefir sú starf-
semi gengið þannig, að traust hans hefir vaxið með
hverju ári.
Aðalsteinn Kristinsson er yngstur í þjón-
ustu Sambandsins af framkvæmdarstjórum þess. Hann var
fyrir skömmu fluttur til Reykjavíkur, þegar bróðir hans
féll frá. Aðalsteinn hafði lengi stýrt útibúi Natans og 01-