Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 24
18 Tímarti íslenskra samvinnufélaga.
stríðsáranna hefir kent mönnum að fánýtt er að treysta á
aðhald hinnar frjálsu samkepni um verðlagið.
Brautryðjandi samvinnu í Noregi, Dehli,
Sjóður Dehlis. lögmaður, hefir nú fyrir skömmu látið af
stjórn norska sambandsins. En norskir
samvinnumenn efla til merkilegs minningarsjóðs um hann.
Á samvinnudaginn í sumar, 7. júlí, á að safna í sjóðinn
meðal félagsmanna um endilangan Noreg. Takmarkið er
að gera sjóðinn mjög fljótlega 100 þús. kr. Honum verð-
ur varið til eflingar samvinnu í Noregi.
Merkur Bandaríkj amaður, Mr. Thompson,
Bandaríkja- hefir nýlega í erindum stjórnar sinnar
maður lýsir ferðast um Evrópu, komið til Englands,
samvinnunni. Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Est-
lands, Póllands, Tjekkoslovakíu, þýska-
lands, Ítalíu og Frakklands. Skoðun hans er sú, að sam-
vinnufélögin muni verða drjúgasti þátturinn við að byggja
upp rústir Evrópu. Meðan „föðurlandsvinirnir" eggja
þjóðirnar til deilumála og fjandskapar, starfa samvinnu-
félögin að því að auka framleiðsluna, með vaxandi friði
milli stétta og landa.
Norska heildsalan hefir í félagi við sam-
Norsk sápu- vinnufélagið „Samhald“ í Stafangri komið
verksmiðja. upp sápuverksmiðju, sem kostar um 300
þús. krónur.
Fyrir 25 árum byrjaði samvinnuheildsala
Afmæli rúss- Rússa í Moskva, og var það afmæli haldið
nesku heild- hátíðlegt fyrir skömmu. Á þessum aldar-
sölunnar. fjórðungi hefir samvinnan breiðst út um
Rússland með ótrúlegum hraða. Meginið
af allri verslun í sveitunum er í höndum kaupfélaga, og
hefir það ástand komist í fast horf á stríðsárunum og við
einangrun síðustu ára. þegar neyðin óx, gáfust kaupmenn
upp. En fólkið þurfti að versla. Og það tók þá vöruskiftin
í sínar hendur.