Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 67
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 61
stefna, og honum þótti ekki mikið koma til kaupfélags-
hreyfingarinnar. í hans augum var næsta lítið unnið við
að taka út úr einn þátt félagsmálefnanna, verslunina, og
reyna að bæta hana. Owen vildi taka í einu fyrir öll hin
fjárhagslegu mein mannkynsins, eins og honum virtust
þau vera. Raunar vora til kaupfélög áður en hér var kom-
ið. En þau hafa enga verklega þýðingu haft fyrir þróun
samvinnunnar. Nokkur þvílík félög voru til seinast á 18.
öld. Árið 1820 myndaðist nokkurskonar samvinnusamband
á Englandi, og lifði í þeim glóðum fram um 1840. þessi fé-
lög voru að- því leyti lík pöntunarfélögunum íslensku, að
þau seldu með kostnaðarverði. En skipulag þeirra var
laust, og lítið hugsað um framtíðina. Nálega öll þessi fé-
lög leystust sundur, þar sem efnaðir kaupmenn beittu
óeðlilegri samkepni. Ef til vill mátti nokkru um kenna, að
félögin hafi sum fremur skoðað verkefni sitt að létta nauð
bágstaddra, en að vera verslun í eiginlegum skilningi. 1
sumum félögunum voru ríkir verksmiðjueigendur í stjórn
og lögðu til veltuféð. þar sem einhver tekjuafgangur
myndaðist, var honum stundum skift jafnt milli allra fé-
lagsmanna, hvort sem þeir keyptu mikið eða lítið. En þá
nutu hinir tryggu félagsmenn ekki sinna verðleika, og hin-
ir ótryggu guldu ekki hverflyndis.
Einn af vefurunum, Charles Howarth, skapaði kaup-
félagsskap nútímans. Hann fann upp á því snjallræði, að
félögin skyldu selja með dagsverði kaupmanna, en skifta
síðan tekjuafganginum í hlutfalli við gerð kaup, en hvorki
í hlutfalli við höfuðstólinn eða jafnt milli allra félags-
manna. þessi nýung er aðalkjarninn í formi allra rétt-
myndaðra kaupfélaga um víða veröld.
Samvinna Owens var sameignarkend. En með breyt-
ingu Howarths fékk samvinnan mikinneinstaklingshyggju-
blæ. Laun hvers manns fóru eftir hans tilverknaði. En eitt
frumeinkenni hefir haldist frá Owen: Að gefa félagsmönn-
um færi á að láta nokkuð af tekjua^ganginum standa í fyr-
irtækinu, og verða þar að stórupphæðum, sem nota mátti