Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 43
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
37
fást skilyrði til að koma því nýju — kældu — á þann mark-
að. Og það á a. m. k. svo langt í land, að við verðum að
byggja á saltkjötsmarkaðinum enn um hríð.
Sem stendur er nær alt ísl. saltkjötið selt til Noregs.
Engir aðrir vilja gefa svo hátt verð, sem við fáum nú fyrir
það þar. Norðmönnum þykir að vísu kjötið gott og vilja
gjarna kaupa það, en þeir eru fámenn og ekki auðug þjóð
og framleiða mikið kjöt sjálfir, og vilja auðvitað fá það
með sem lægstu verði. Enda ýtir það ekki undir verðboð
Norðmanna, að þeir vita fullvel, hvernig ástatt er með
markaðshorfur íslenska saltkjötsins, vita að þeir hafa engri
samkepni að sjá við, og að við erum svo að segja neyddir
til að selja þeim kjötið. Enn er þess að geta, að Norðmenn,
eins og aðrar þjóðir, eru að vinna að því, að búa sem mest
að eigin framleiðslu. Af þeim rótum er runnin hækkun
þeirra á innflutningstolli á kjöti, sem nýorðin er. það er
að skoða sem verndartoll fyrir norska kjötframleiðslu,
hvatning til norskra kjötframleiðenda til að framleiða sem
mest kjöt, svo að því minni þörf sé á að kaupa af öðrum
þjóðum. það má því búast við, að kjötmarkaðurinn geti
þrengst ennþá, ef ekkert er að gert. En hvað er þá hægt
að gera?
það er hægt að minka saltkjötsframboðið og ef til vill
vinna því rýmri markað.
þó við framleiðum kjöt og kjötmeti (feiti) til út-
flutnings að svo miklum mun, að það sé ein af aðalútflutn-
ingsvörum okkar, þá vill svo undarlega til, að við flytjum
einnig inn allmikið af kjöti og feitmeti frá öðrum löndum
(niðursoðið kjöt, pylsur, smjör, smjörlíki, flesk). það eru
svo efnaðir menn eða tekjumiklir hér á landi, að þeir gera
sig ekki ánægða með saltkjötið ísl. eða aðrar ísl. kjötmet-
isvörur og feitivörur, og þó spillir söltunin til innanlands-
nota kjötinu að miklum mun minna en útflutningssöltun-
in. Samkv. síðustu verslunarskýrslum var flutt inn kjöt og
feitmeti fyrir rúml. IV2 milj. króna. þessi innflutningur
ætti að hverfa og innlend framleiðsla að fylla það skarð.
En slíkt fæst tæpast framkvæmt nema með einhverskonar