Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 63
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
57
úr sveit, sem byrja nám bamungir, eru í Noregi 6 ára
mentaskólar, eins og hér hefir tíðkast. En ef breyting verð-
ur gerð á Akureyri vegna efnalítilla gáfumanna, sem
vinna fyrir sér sjálfir, yrði skólinn þar bundinn við 5 ár
og þungt inntökupróf.
Eg vona, að háttvirtir þingmenn vilji líta á þessi rök
fyrir því, að breyta Akureyrarskólanum í þessa átt, úr því
hægt er að gera það án kostnaðar fyrir ríkissjóð. þetta
er nauðsynlegt vegna þess, að fátækir námsmenn úr sveit-
um hafa verri aðstöðu nú en áður, eftir þá breytingu, sem
gerð var á mentaskólanum, þegar grískan var feld niður og
latína minkuð. Mun nú hérumbil loku fyrir það skotið, að
gáfaðir og efnilegir menn, eins og háttv. þm. Akureyrar
(B. L.) mun hafa talið sig, þegar hann var ungur maður,
geti klofið kostnað gegnum skólann.
Að lokum vil eg benda á, að ekkert ósamræmi er í því
að takmarka stúdentaframleiðslu í Reykjavík, og láta 'sér
þó detta í hug, að útskrifa 10—12 árlega á Akureyri. pjóð-
inni er lífsnauðsyn, að embættismenn hennar og vísinda-
menn séu valdir úr allri þjóðinni. Hingað til hafa álitleg-
ustu mennirnir vaxið upp í sveitunum. En dýrtíðin og ald-
urstakmark Reykjavíkurskólans er nær því að verða að
útilokandi hindrun fyrir þessa menn. Eina úrræðið til að
þjóðin geti notið starfskrafta þessara manna, er að breyta
Akureyrarskólanum í svipað horf og Norðmenn hafa valið
fyrir sína fátæku efnismenn. Að sama skapi má þá tak-
marka töluna í Reykjavík, eftir þörf þjóðarinnar.
Eg geri ennfremur ráð fyrir því, að skólinn á Akur-
eyri gæti vaxið þannig upp, að fult svo mikið tillit yrði tek-
ið til þess, að þeir, sem gengju gegnum skólann, hefðu
fengið einskonar „super“-gagnfræðamentun, þ. e. a. s. að
kenslunni væri þannig fyrirkomið, eins og á sér stað í Eng-
landi ,að miklar íþróttir og verklegt nám yrðu samhliða
bóknáminu. Eru miklu betri skilyrði norðanlands fyrir
vetraríþróttir, t. d. skíða- og skautaferðir, róðra, sigling-
ar og ýmsar aðrar útiíþróttir, heldur en í Reykjavík, sem
er snjólaus, íslaus og með mjög óstöðuga vetrarveðuráttu.