Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 68
62 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
til gagnlegra framkvæmda fyrir heildina, jafnvel til
fræðslu og uppeldisbóta.
Af þessum tveimur þáttum samvinnunnar er það hinn
yngri, einstaklingshyggjan, sem hefir þróast mest. En á
síðari árum hefir nokkuð verið unnið að því, að endur-
vekja trúna á hina félagslegu hlið samtakanna.
Rochdale-vefararnir hafa leyst af hendi
Stefnuskrá tvennskonar stórvirki. Fyrst að fullmóta
vefaranna í stefnuskrá samvinnumanna, svo að ekki
fullu gildi enn. hefir þurft um að bæta. Og í öðru lagi, að
sýna í verkinu, hversu átti að stjórna og
reka lífvænlegt samvinnufélag. þetta voru aðalatriðin í
stefnuskrá þeirra:
1. Félagið vill bæta fjárhagsástæður félagsmanna og
aðstöðu þeirra í þjóðfélaginu, með því að nota höfuðstól
sinn, eitt pund sterling frá hverjum félagsmanni, á þann
hátt, er hér segir:
a. Opna búð til að versla með matvæli og fatnað.
b. Kaupa eða reisa hús fyrir þá af félagsmönnum, sem
vilja gagnkvæmt styðja hver annan, til að bæta heim-
ilisástæður sínar og aðstöðu í þjóðfélaginu.
c. Byrja framleiðslu á þeim vörum, sem eru hentugar
félaginu, annaðhvort til að veita atvinnulausum fé-
lagsmönnum vinnu, eða til að vera uppbótarstarfsemi
handa þeim, sem hafa ónóga atvinnu.
d. Kaupa eða leigja lönd og láta félagsmenn, sem hafa
litla eða enga atvinnu, rækta það. .
Jafnskjótt og kringumstæður leyfa, á félagið að byrja
að koma skipulagi á framleiðsluna, dreifing varanna og
uppeldið, þar sem það nær til, með öðrum orðum mynda
samvinnunýlendu, þar sem hagsmunir allra eru í sam-
ræmi. Félagið skal eftir megni styðja önnur samskonar
félög.
Til þess að efla hófsemi, skal félagið í húsum sínum
hafa veitingastað án áfengis.
Svo fullkomið reyndist skipulag það, sem vefararnir
fundu upp, að því hefir hvergi verið breytt til bóta eða