Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 73
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 67
og eignir samvinnufélaganna eru borin saman við lieims-
verslunina í heild sinni. En samvinnufélögin eru heldur
ekki nema um 80 ára gömul. Á Englandi eru í kaupfélög-
um meir en 31/2 miljón fjölskyldur. J)að er þriðji hluti
fólksins. í sumum héruðum er helmingur íbúanna í kaup-
félögum. það eru meira að segja til borgir, eins og Leeds,
þar sem nálega hvert mannsbarn er í kaupfélagi. Eitt ein-
kenni ensku félaganna er hvað þau eru mannmörg. Meðal
félagsmannatal í Englandi er 2200, en í Frakklandi 290.
það eru í Englandi meira en sjötíu félög, sem hafa tíu
þúsund félagsmenn hvert, eða meira. Félagið í Leeds hefir
63 þús. félaga og veltan er 40 miljónir króna árlega. Velta
ensku heildsölunnar er um 1000 miljónir króna árlega. Fé-
lögin í þýskalandi hafa fjölgað mikið á síðari árum. það
er með stefnur eins og einstaklinga. Vöxturinn er örastur
í æskunni. í Rússlandi og Frakklandi eru félögin tiltölu-
lega mörg en smá. Veldur því einþykni og skortur á félags-
lund. það er síst vottur um þroska, þótt kaupfélög séu
mörg í þéttbygðu landi, ef þau eru mannfá. í Englandi hafa
kaupfélögin nálega allar vörur. En í Frakklandi verslar
þriðjungur félaganna eingöngu með brauð, og flest hin ein-
göngu með matvöru. Svisslendingar standa hátt meðal sam-
vinnuþjóðanna. Félögin eru ekki nema um 400, en tala
félagsmanna 300 þús. Sérstakt einkenni hjá Svisslending-
um er það, að félögin þar í landi skifta að langmestu leyti
við sína eigin heildsölu. þjóðin er búin að læra að stjórna
sér sjálf og hefir valið sér að einkunnarorði þessa setn-
ingu: „Einn fyrir alla, allir fyrir einn“. Á Ítalíu er til marg-
hliða samvinnufélagsskapur, að sumu leyti mjög frum-
legur, t. d. í ræktun. En Italía er hið einasta land með
nokkurnveginn þroskaðri samvinnu, sem ekki hefir enn
komið sér upp heildsölu fyrir félögin.
Ein mentuð stórþjóð hefir enn enga samvinnu, sem
talin verður. það eru Bandaríkin. Svo er það í öllum ung-
um ríkjum, þar sem kaup er hátt og mikill gróðahugur í al-
menningi. þar þykir tekjuafgangur kaupfélagsins of lítill
til þess að það sé talið ómaksins vert að leggja á sig tíma-
5*