Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 40
34
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
laginu en vonsku mannanna, þeiiTa sem við stjórnmálin
fást; og verður þá að leita hamlanna í breyttu skipulagi.
þess var fyr getið, að allar þjóðir leggja nú hið mesta
kapp á að auka og bæta framleiðslu sína, bæði til eigin
nota og til viðskifta við aðrar þjóðir. Ávinningurinn er í
því fólginn, að geta lifað sem mest á sínu, vera sem minst
upp á aðrar þjóðir kominn með þarfir sínar, og hinsvegar
að vei’a sem best samkepnisfær með vörur sínar á erlend-
um markaði. petta atriði er því tvíþætt, annar þátturinn
er þörfin á heimabúi þjóðarinnar, hinn þátturinn er nauð-
synin á heimsmarkaðinum.
Alveg eins horfir þetta við fyrir vorri þjóð og fyrir
hverju einstöku heimili í þjóðarbúinu. Oss er hin mesta
nauðsyn að framleiða sem mestar og bestar vörur, bæði
til eigin þarfa og til viðskifta út á við. þó tekur þetta —
einkum að því, er til eiginnota frarúleiðslunnar kemur —
hvað mest til landbúnaðarins.
Eitt af því, sem stríðið hefir kent mönnum, eða kanske
réttara sagt, gert skýrara í meðvitund manna, er það, að
hinir ýmsu þættir atvinnulífsins eru misþarfir, einkum
þegar á það reynir, eins og nú, hverjar þarfirnar eru brýn-
astar og þarfastar. Og þá er það landbúnaðurinn, sem er
þýðingannestur, af því að hann framleiðir brýnustu lífs-
þarfirnar og hans framleiðsla er fjölbreytilegri en nokk-
urrar annarar atvinnugreinar. Honum líkar má telja fiski-
veiðar, en þó er það miklu einhæfari framleiðsla. Svo hefir
virst, sem sumir hafa álitið að fiskiveiðarnar ættu að
skipa öndvegissætið í atvinnulífi voru, líklega af því, að
fiskurinn hefir verið fyrirferðarmeiri til viðskifta við önn-
ur lönd heldur en landbúnaðarafurðirnar. Hins hefir
minna verið gætt — og minna verið metið, — hve mikill
hluti landbúnaðarframleiðslunnar hefir gengið til að klæða
og fæða þjóðina, og þar af leiðandi ekki getað komið til
viðskifta við útlönd.
Á krepputímum einnar atvinnugreinar eru það venju-
lega talin sjálfsögð vamarráð hennar, að draga saman segl-
in. það kann því að þykja nokkuð hjálpitt að tala um nú,