Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 97
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
91
in sé n y t s ö m og miði að því að bæta félagslífið og lífs-
kjör einstaklinganna, en ekki tómt orðskrúð og dægradvöl.
1 þriðja lagi að slík þekking sé föst og ákveðin, ekkert
nema skýring á staðreyndum hins sýnilega heims.
Annað meginviðfangsefni Comtes var að finna hina
eðlilegu afstöðu raunvísindanna innbyrðis. Goðfræðingar
og frumfræðingar höfðu hver á sinni tíð samræmt lífsskoð-
anir sínar við þá þekkingu, er menn þá höfðu um alheim-
inn. Nú var það hlutverk raunspekinnar að sameina með
nokkrum hætti niðurstöður hinna einstöku raungæfu vís-
indagreina. Comte taldi að vísu ekki að hægt væri að finna
eina allsherjarskýringu, þar sem fólgin væri niðurstaða
allrar vísindalegrar starfsemi. En að hans dómi var að-
f e r ð i n hin sameinandi brú. Allir menn, sem störfuðu
að þekkingarleit á grundvelli vísindanna, hefðu sömu
vinnuaðferð. þeir athuga staðreyndir hins sýnilega heims
og draga af því ályktanir. Nú var vandinn sá, að finna
hvað af þekkingarleit mannsandans var vísindaleit, og
hverjar voru megingreinar slíkrar starfsemi.
Comte taldi þessar fræðigreinar sumpart komnar á
þriðja stigið, sumpart geta og hljóta að komast það:
Stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði,
efnafræði, líffræði og félagsfræði. Tvent
einkennir þessa flokkun. Fyrst, eins og Comte sagði, að
hún er í samræmi við þróun þessara þekkingargreina.
Stærðfræðin komst fyrst á vísindastigið, þar næst
stjörnufræðin. Félagsfræðin kemur seinast, var meira að
segja ófleygur ungi í hreiðri á Comtes tíma. í öðru lagi
samsvarar þessi röð að því leyti, sem nokkur röðun getur,
.framþróunarkenningunni, eins og Darwin skýrði hana.
Himinhnettimir eru í sinni núverandi mynd elstir af sýni-
legum hlutum. Mennirnir og samlíf þeirra yngst, en jafn-
framt samsettasta fyrirbrigðið, eins og síðar verður vik-
íð að. -;
Eins og áður er tekið fram, var Comte, ef um sérnám
var að ræða, fyrst og fremst stærðfræðingur. Honum var
því ljósara en mörgum öðrum heimspekingum þýðing