Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 57
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 51
heppileg stofnun fyrir sjómenn eða bændur eða atvinnu-
rekendur. Aðalástæðan til þess er sú, að skólinn hefir ávalt
staðið að baki slíkum skólum erlendis, að því er líkamlega
mentun snertir, og þess vegna hafa stúdentar alment eigi
þann líkamlega þrótt og fjör, sem þarf til þess að stunda
erfiðisvinnu, eða það fjör, sem þarf til þess að ryðja sér
braut í samkepni atvinnulífsins. það er því ekki æskilegt,
að mikið verði af stúdentum í slíkum stöðum. En það gæti
orðið æskilegt, ef breytihg yrði á skólanum, þannig, að
meiri áhersla væri lögð á líkamsmentun og ýms hagnýt
fræði en nú er. Hinsvegar er hætt við því, ef mjög mikil
stúdentaframleiðsla verður, að hér myndist, eins og sum-
staðar á sér stað í öðrum löndum, langskólagenginn öreiga-
lýður, menn sem hafa sömu þekkingu og embættismennirn-
ir og að ýmsu leyti sömu þekkingu og vísindamennirnir, en
fá ekki neina atvinnu, sem þeir geta felt sig við eða sam-
svarar mentun þeirra, og lenda því oft á refilstigum, og
enda í vesaldómi. Máli mínu til sönnunar, hvað leitt getur
af þesskonar ósamræmi í uppeldinu, vil eg nefna dæmi hér
úr bænum. Sæmilega greindur maður, prestssonur úr
sveit, hafði gengið mentabrautina og náð háskólaprófi. En
hann fékk enga atvinnu, sem hann gat felt sig við, en átti
konu og börn, sem hann varð að sjá fyrir. Að síðustu var
aðeins um tvent að velja fyrir hann, annaðhvort að segja
sig til sveitar, eða fara að vinna erfiðisvinnu. Hann valdi
réttu leiðina og réði sig í vinnu við hafnargerðina hér í
Reykjavík. En hvað skeði? Almenningsálitið snérist á móti
þessum manni, og vinir hans og gamlir félagar, þeir menn,
sem hann helst vildi leggja lag sitt við, snérust mest á
móti honum. Og það varð til þess, að hann hætti við þessa
vinnu eftir stuttan tíma og tók í staðinn andlega vinnu,
sem hann hataði og sem var honum til skapraunar og
minkunar.
Eg vil því spyrja: Er það heppilegt, að eyða stórfé til
þess, að gera menn of „lærða“ til þess að vinna líkamlega
vinnu, og máske of lata eða of veiklaða ? Eg held ekki. Eg
held, að það sé enginn velgemingur við unga menn. Og þar
4*