Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 88

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 88
82 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. fært nema ákveðinn íbúafjölda. Fólksfjölgunin er háð framleiðslu landbúnaðarafurða og hreinum ágóða jarð- yrkjunnar. pað geta ekki lifað fleiri menn, en jarðyrkjan veitir atvinnu eða framfærslu, beint eða óbeint. Ofmikil fólksfjölgun hefir í för með sér atvinnuleysi og örbyrgð líún er því þjóðunum skaðleg. Búauðungar létu í ljósi líka skoðun og Róbert Multus hélt síðar fram, að fólkinu fjölg- aði að jafnaði meira en framleiðsla lífsnauðsynjanna ykist. Quesnay og skoðanabræður hans kröfðust gagngerðra breytinga í skattamálum. það átti að afnema alla beina og óbeina skatta, því að þeir væru í eðli sínu ranglátir, og innheimta þeirra erfið og dýr. Stjórnarvöldin gera sig sek í fásinnu, er þau leggja skatt á allar stéttir. Menn, sem ekki framleiða meira en til daglegs viðurværis, geta í raun réttri ekki greitt neina skatta, þ. e. þeir sem stunda arð- lausa vinnu. Verði þeir engu að síður að greiða hann, þá selja þeir vörur sínar þeim mun hærra verði, sem skatt- inum nemur, eða að launin hækka von bráðar að sama skapi. Skatturinn lendir þannig að síðustu á hinum arð- sömu atvinnuvegum. Jarðyrkjan og líkir atvinnuvegir gáfu einir hreinan arð og áttu því að bera alla skatta og skyldur. Uppspretta auðsins, jörðin, var í höndum jarð- eigendanna, hinn hreini ágóði lenti allur í þeirra vasa. þeim var því skylt að greiða alla skatta til opinberra þarfa. það var í eðli sínu ekki hægt að velta honum yfir á aðrar stétt- ir. Einkaskattur (impot umque) á hreinan arð landbúnað- arins átti því að koma í stað allra eldri skatta. það var sá eini réttláti og hagfeldi skattur. Eins og áður er sagt, komu snemma fram á Englandi líkar skoðanir og hjá búauðungum Frakklands. En þær fengu lítinn byr þar í landi. Margt í kenningu búauðunga hlaut að falla í grýtta jörð hjá þeirri þjóð, er ár hvert græddi offjár á iðnaði og verslun. Um líkt leyti og búauðg- isstefnan vann hugi manna á Frakklandi, börðust forvígis- menn hinnar frjálsu samkepni fyrir áhugamálum sínum á Bretlandi. I suðurríkjum þýskalands unnu búauðungar sér nokkurt fylgi. Á Frakklandi fylgdi þeim að málum í mörg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.