Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 88
82 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
fært nema ákveðinn íbúafjölda. Fólksfjölgunin er háð
framleiðslu landbúnaðarafurða og hreinum ágóða jarð-
yrkjunnar. pað geta ekki lifað fleiri menn, en jarðyrkjan
veitir atvinnu eða framfærslu, beint eða óbeint. Ofmikil
fólksfjölgun hefir í för með sér atvinnuleysi og örbyrgð
líún er því þjóðunum skaðleg. Búauðungar létu í ljósi líka
skoðun og Róbert Multus hélt síðar fram, að fólkinu fjölg-
aði að jafnaði meira en framleiðsla lífsnauðsynjanna ykist.
Quesnay og skoðanabræður hans kröfðust gagngerðra
breytinga í skattamálum. það átti að afnema alla beina og
óbeina skatta, því að þeir væru í eðli sínu ranglátir, og
innheimta þeirra erfið og dýr. Stjórnarvöldin gera sig sek
í fásinnu, er þau leggja skatt á allar stéttir. Menn, sem
ekki framleiða meira en til daglegs viðurværis, geta í raun
réttri ekki greitt neina skatta, þ. e. þeir sem stunda arð-
lausa vinnu. Verði þeir engu að síður að greiða hann, þá
selja þeir vörur sínar þeim mun hærra verði, sem skatt-
inum nemur, eða að launin hækka von bráðar að sama
skapi. Skatturinn lendir þannig að síðustu á hinum arð-
sömu atvinnuvegum. Jarðyrkjan og líkir atvinnuvegir
gáfu einir hreinan arð og áttu því að bera alla skatta og
skyldur. Uppspretta auðsins, jörðin, var í höndum jarð-
eigendanna, hinn hreini ágóði lenti allur í þeirra vasa. þeim
var því skylt að greiða alla skatta til opinberra þarfa. það
var í eðli sínu ekki hægt að velta honum yfir á aðrar stétt-
ir. Einkaskattur (impot umque) á hreinan arð landbúnað-
arins átti því að koma í stað allra eldri skatta. það var sá
eini réttláti og hagfeldi skattur.
Eins og áður er sagt, komu snemma fram á Englandi
líkar skoðanir og hjá búauðungum Frakklands. En þær
fengu lítinn byr þar í landi. Margt í kenningu búauðunga
hlaut að falla í grýtta jörð hjá þeirri þjóð, er ár hvert
græddi offjár á iðnaði og verslun. Um líkt leyti og búauðg-
isstefnan vann hugi manna á Frakklandi, börðust forvígis-
menn hinnar frjálsu samkepni fyrir áhugamálum sínum á
Bretlandi. I suðurríkjum þýskalands unnu búauðungar sér
nokkurt fylgi. Á Frakklandi fylgdi þeim að málum í mörg-