Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 83
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 77
frelsis og framkvæmda. Turgot trúði því, að honum auðn-
aðist það, ef að hann kæmi hugsjónum búauðunga í fram-
kvæmd. Öll viðreisnarstarfsemi hans miðaði í þá átt.
Faðir Quesnays var fátækur daglaunamaður, og son-
ur hans varð að brjótast áfram upp á eigin spýtur. Las
Quesnay læknisfræði og lauk námi með lofi, þrátt fyrir
sárustu fátækt og fleiri örðugleika. Fór mikið orð af hon-
um í sinni grein. Varð hann kunnur fyrir ritsmíðar sínar
í læknisfræði og gerður að hirðlækni. Eftir það sökti hann
sér meir og meir niður í heimspeki og hagfræði, og fékst
mikið við ritstörf. Samdi hann fjölda
rita og gaf út tímarit, er vann að út-
breiðslu búauðgisstefnunnar. Quesnay
er aðalfrömuður þessarar stefnu í
bókmentum. Hann færði skoðanir bú-
auðunga í fast kerfi og samdi heild-
arrit um búauðgiskenninguna, „Ta-
bleau economique" (1758). Er það að-
* alritið um stefnuskrá búauðunga.
Búauðgiskenningunni má skifta
í tvær meginkröfur. Aðra um mannréttindin, hin fjallar
um atvinnuvegina, þjóðarbúskapinn og skiftingu þjóðar-
arðsins. Búauðungar töldu atvinnufrelsið eðlilega og sjálf-
sagða undirstöðu alls atvinnureksturs. Færðu þeir þau rök
fyrir því, að mönnunum væru meðfædd viss réttindi, svo
sem réttur til að lifa frjálsir og óháðir öðrum, að ráða
yfir eignum sínum, a ð stunda þá atvinnu, er þeir vildu,
og að bindast samtökum eftir eigin geðþótta. þessi rétt-
indi álitu þeir helgustu eign hvers manns, sem eigi mætti
frá honum taka. Hver maður hefir rétt til að leita gæf-
unnar hvar sem best gengur, og á þann hátt, sem hann
óskar, án þess að ganga á hluta annara manna. þegar
stjórnarvöldin leggja kvaðir á menn, er hefta persónu- eða
atvinnufrelsi þeirra, þá ganga þau á hin meðfæddu eðlis-
réttindi einstaklingsins, vinna á móti lögmáli náttúmnnar
og heill þjóðfélagsins. Aðeins sú stjórnarskipun og löggjöf,
sem er í samræmi við lögmál náttúrunnar, getur orðið