Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 23
Tímarit íslenskra samvinnuíelaga. 17
eyjuna daglangt með fjölmörg börn samvinnumanna úr
bænum. Eru kennarar og eftirlitsmenn með börnunum.
J)au leika sér í skógarlundunum, í fjörusandinum og á
sundi í sjónum allan daginn.
„Elanto“ mælir svo fyrir í samþyktum sínum, að 30%
af tekjuafgangi ár hvert er lagt í óskiftilega sjóði. það sem
eftir er skiftist milli félagsmanna í hlutfalli við gerð kaup,
éða er lagt í sjóði með sérstökum verkefnum. Útborgaður
tekjuafgangur er venjulega ekki nema 1—2% af veltu
hvers félagsmanns. En óbeini hagnaðurinn, sem félagið
veitir, er nægur til að afla því fylgis. Sjöundi hver maður
í Helsingfors er félagsmaður í „Elanto“. Framkvæmdar-
stjóri félagsins og sá, sem gert hefir það að risafyrirtæki,
heitir Tanner. Hann er jafnframt leiðtogi í þingflokki
verkamanna. En í félaginu eni menn af öllum stéttum.
Árið 1914 byrjaði „Norges Landsforen-
Banki norsku ing“ með innlánsdeild, sem var ofboð lítil
heildsölunnar. í fyrstu. En hún hefir smávaxið, og nú
nema innlánin 4 miljónum króna. Félags-
menn vita, að þetta fé er notað eingöngu í þarfir samvinn-
unnar, en ekki til féglæfra. Eftir fáein ár geta Norðmenn
stofnað sinn eigin samvinnubanka eins og Danir.
Samvinnublað Norðmanna hefir spurt
Próf. B. Bjerke ýmsa merka menn í landinu um álit þeirra.
um samvinnu. Einn af þeim, próf. Bj erke, segir: Sam-
vinnan er enn eins og barn í vöggu. Hún er
gneisti, sem á eftir að verða að miklu ljósi. Nú líða menn-
irnir í mentuðum löndum af tvennskonar böli: Að hafa
of mikið eða of lítið af fjármunum. Samvinnan kennir að
fara hinn gylta meðalveg: Að hafa nóg, en ekki of mikið.
Ef allir kaupmenn og verslunarmenn legðu ekki meira á en
þyrfti, vegna nauðsynlegrar vinnu, þá væi-u engin sam-
vinnufélög til. Takmark þeirra er hin réttláta skifting, eða
sannvirðið. í samvinnuríkinu á að vera jafnómögulegt að
„spekúlera" með vörur eins og nú er með jámbrautarfar-
seðla. þessi vöxtur kemur smátt og smátt. Voðaverðlag
2