Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 93
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
87
sérrannsókna á einstökum sviðum félagsmálanna. Hann
var hinn mikli landfundamaður, nokkurskonar Leifur
hepni í heimi vísindanna, maður sem finnur nýja heims-
álfu, fyrir mannkynið, en leggur hana ekki undir plóginn
eða herfið. pað gera landnemarnir, sem síðar koma.
f hinu mikla höfuðritverki Comtes, raunspekinm, eru
nokkrar meginuppgötvanir. Ein hin þýðingarmesta er
lögmálið um hin þrjú stig þekkingarinn-
ar. Önnur er niðurskipun og röð raunvísind-
a n n a. Hin þriðja er um það, hversu raunvísind-
in komast misjafnlega fljótt á reynslu-
s t i g i ð, eftir því hve flókið og samsett viðfangsefni
þeirra er. Og að lokum er Comte brautryðjandi
félagsvísindanna og gefur þeim nafn. Hann skil-
ur fyrstur manna og lýsir skarplega, að félagslífið er í
raun og veru háð náttúrulögum, eins og dauða náttúran.
Lög félagslífsins eru aðeins miklu flóknari og torfundn-
ari. Verður nú í stuttu máli lýst hverri þessari uppgötvun,
þó að margt annað, sem einkennir þennan heimspeking,
verði ekki tekið til meðferðar.
Comte telur, að mannkynið hafi í þekkingarleitinni
stigið þrjú hækkandi skref. Fyrst kom goðfræði-
stigið, þá frumfræðistigið og loks v í s i n d a-
s t i g i ð. Aðeins tiltölulega fáir einstaklingar í hinum
mentuðustu löndum hafa komist á þriðja stigið. Miklu
fleiri hafa ekki komist nema á annað þrepið, og flestir eru
enn á hinu fyrsta. Að dómi Comtes hlýtur mannkynið að
vera vanmáttugt og ofurselt varanlegum og margbreytt-
um hörmungum, meðan það getur ekki lyft sér á efsta
stigið, skilið náttúrulög félagslífsins og notfært sér þá
þekkingu eins og nú er gert í siglingum, verkfræði, lækn-
isfræði o. s. frv., þar sem hin vísindalega þekking hefir
kent mönnum að drotna yfir náttúrunni.
Goðfræðistigið er elst. Mannkynið komst á það stig,
er það byrjaði að trúa á yfirnáttúrlegar verur, og gera ráð
fyrir, að þær blönduðu sér í mannlegt líf. Enginn vafi er
á, að áður, um óralangan tíma, hafði mannkynið enga hug-