Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 86
80
Tímarit íslei ',kra samvinnufélaga.
mörgum sérréttindum og afnema alla beina og óbeina
skatta. Frelsið var samkvæmt lögum náttúrunnar heilag-
ur réttur hvers manns, án þess gat hann ekki beitt starfs-
kröftum sínum að fullu, sér til heilla og þjóðfélaginu til
þrifa. Stjórnin átti ennfremur að láta verslun með land-
búnaðarafurðir afskiftalausa. Hún átti að vera frjáls. þá
myndi kornið hækka í verði, framleiðslan og verðið verða
stöðugra ár frá ári. Bændur gátu fyrst rekið bú sín með
alúð og bætt jarðirnar, þegar frelsið var fengið og fjár-
hagur sveitanna var kominn í bætt horf, með hærra verði
á afurðunum. það var brýnt fyrir bændum, að þeir ættu
að yrkja jörðina betur. Stjórninm bar að beita sér fyrir
verklegum framkvæmdum í sveit .m.
Búauðungar álitu verslun og kaupmensku arðlausa
vinnu. Að vísu eru iðnaðarvörur meira virði, en efnið, sem
í þær fer, en iðnaðarmaðurinn hefir eytt eins miklu, með-
an á vinnunni stóð, sér og sínum til viðurværis, eins og
verðaukanum nemur. Starfsemi iðnaðarmanna væri aðeins
í því fólgin, að breyta hrávörunni, en þeir framleiddu enga
nýja muni. þeir yku ekki meira verðmæti hlutanna, en sem
svaraði eyðslu þeirra á auði heimsins. Verðaukinn væri því
enginn auðsauki. Líkt mátti segja um iðnað og verslun, er
aðeins flyttu vöruna frá einum stað til annars eða útbýttu
henni. í verslun skiftust menn á jafnverðmætum hlutum,
og því gæti hún ekki aukið auðlegð þjóðanna. Iðnaðar-
mönnum og kaupmönnum bar sannvirði iðju sinnar, en ekki
meira. Atvinnufrelsi og frjáls samkeppni var nauðsynleg
til þess að tryggja það, að þessar stéttir gætu ekki selt
varning sinn og vinnu hærra en sannvirði. það þótti skað-
legt fyrir þjóðfélagið, ef þessar stéttir söfnuðu auði, eða
hefðu meira fé til umráða en þeir þyrftu til þess að vinna
úr hráefnunum, eða flytja vöruna til neytendanna. Sá auð-
ur væri ranglega fenginn á kostnað þeirra manna, er fram-
leiddu þjóðarauðinn. Við það yrði rekstursfé landbúnaðar-
ins minna, framleiðslunni og þjóðarauðnum hætta búin.
Búauðungar sögðu, að aðalyfirsjón kaupauðunga væri sú
að þeir efldu iðnað og verslun á kostnað jarðyrkjunnar.