Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 94
88
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
mynd eða skoðun um yfirnáttúrlegt líf fremur en dýrin.
Spencer hefir manna best útskýrt uppruna ófullkominna
trúarbragða. Telur hann að draumarnir hafi hjálp-
að villimönnum til að álykta, bæði að hver maður hefði sál
og líkama, og í öðru lagi að sálin héldi áfram sjálfstæðu
lífi, þótt líkaminn eyddist. En af þessum tveim uppgötv-
unum mátti draga ótal margar ályktanir. Sálir manna og
jafnvel dýra héldu áfram að lifa eftir dauða líkamans. þær
þurftu einhvern dvalarstað og smátt og smátt fjölgaði í
heimi andanna. Náttúran verður þá öll kvik af lífi, sem
oftast er ósýnilegt. Vötn, skógar, lækir, steinar, fjöll, hafið,
himintunglin o. s. frv. eru bústaðir fyrir andana. Sumir eru
góðir, aðrir vondir. þeir blanda sér stöðugt í líf mannanna,
hver eftir sínu eðli. Suma þarf að varast. Aðra þarf að
blíðka og vinna til fylgis og hjálpar. Fyrir menn, sem trúa
á tilveru óteljandi yfirnáttúrlegra vera, verður óhjá-
kvæmileg nauðsyn að skýra allar gátur tilverunnar á þann
hátt, að gera ráð fyrir íhlutun frá þeirra hendi. Ef ekki
rignir, er það af því að yfirnáttúrlegir andar, sem ráða
yfir regninu, hafa ekki viljað láta það falla. Ef skepnur
veikjast, er það sök óvinveittra anda. Menn á þessu stigi
sjá alstaðar merki um framtak úr hinum ósýnilega heimi.
þar liggja öll hin hærri rök. þeir sem skilja þrár og fyrir-
ætlanir andanna, vita alt, því að lengra verður ekki komist.
í hinum fyrstu og lægstu trúarbrögðum er gert ráð
fyrir óteljandi yfirnáttúrlegum verum. Síðar fækkar goð-
unum. Forn-Grikkir, Rómverjar og Norðurlandabúar, um
það leyti, sem Island bygðist, trúðu á goðafjölskyldur. Goð-
in skiftu með sér verkum, nokkuð líkt og nú er gert um
ráðherrastörf í lýðfrjálsum löndum. Eitt goðið hafði yfir-
stjóm hernaðar, annað jarðyrkju, þriðja siglingar, fjórða
verslun, fimta ástir, sjötta skáldskap o. s. frv. Smátt og
smátt týndu þessir mörgu guðir tölunni. Upp af fjölgyðis-
trúnni spratt eingyðistrú. Af því stigi er skamt til algyðis-
trúar, þ. e. að gera ráð fyrir að einn ósýnilegur kraftur
fylli alla tilveruna í hinum sýnilega heimi. Á grundvelli
þessara trúarhugmynda mynda þjóðirnar síðan hugmyndir