Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 94

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 94
88 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. mynd eða skoðun um yfirnáttúrlegt líf fremur en dýrin. Spencer hefir manna best útskýrt uppruna ófullkominna trúarbragða. Telur hann að draumarnir hafi hjálp- að villimönnum til að álykta, bæði að hver maður hefði sál og líkama, og í öðru lagi að sálin héldi áfram sjálfstæðu lífi, þótt líkaminn eyddist. En af þessum tveim uppgötv- unum mátti draga ótal margar ályktanir. Sálir manna og jafnvel dýra héldu áfram að lifa eftir dauða líkamans. þær þurftu einhvern dvalarstað og smátt og smátt fjölgaði í heimi andanna. Náttúran verður þá öll kvik af lífi, sem oftast er ósýnilegt. Vötn, skógar, lækir, steinar, fjöll, hafið, himintunglin o. s. frv. eru bústaðir fyrir andana. Sumir eru góðir, aðrir vondir. þeir blanda sér stöðugt í líf mannanna, hver eftir sínu eðli. Suma þarf að varast. Aðra þarf að blíðka og vinna til fylgis og hjálpar. Fyrir menn, sem trúa á tilveru óteljandi yfirnáttúrlegra vera, verður óhjá- kvæmileg nauðsyn að skýra allar gátur tilverunnar á þann hátt, að gera ráð fyrir íhlutun frá þeirra hendi. Ef ekki rignir, er það af því að yfirnáttúrlegir andar, sem ráða yfir regninu, hafa ekki viljað láta það falla. Ef skepnur veikjast, er það sök óvinveittra anda. Menn á þessu stigi sjá alstaðar merki um framtak úr hinum ósýnilega heimi. þar liggja öll hin hærri rök. þeir sem skilja þrár og fyrir- ætlanir andanna, vita alt, því að lengra verður ekki komist. í hinum fyrstu og lægstu trúarbrögðum er gert ráð fyrir óteljandi yfirnáttúrlegum verum. Síðar fækkar goð- unum. Forn-Grikkir, Rómverjar og Norðurlandabúar, um það leyti, sem Island bygðist, trúðu á goðafjölskyldur. Goð- in skiftu með sér verkum, nokkuð líkt og nú er gert um ráðherrastörf í lýðfrjálsum löndum. Eitt goðið hafði yfir- stjóm hernaðar, annað jarðyrkju, þriðja siglingar, fjórða verslun, fimta ástir, sjötta skáldskap o. s. frv. Smátt og smátt týndu þessir mörgu guðir tölunni. Upp af fjölgyðis- trúnni spratt eingyðistrú. Af því stigi er skamt til algyðis- trúar, þ. e. að gera ráð fyrir að einn ósýnilegur kraftur fylli alla tilveruna í hinum sýnilega heimi. Á grundvelli þessara trúarhugmynda mynda þjóðirnar síðan hugmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.