Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 50
44
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
fyrir eina deild, en það fórst fyrir, vegna þess, að heppi-
legt húsrúm mun ekki hafa fengist.
Nú mætti gera ráð fyrir því, að frá okkar sjónarmiði,
sem álítum skóla fremur til bóta, væri gleðilegt, að sjá
skóla þennan stækka svo mjög. En slíkum vexti skólans
fylgja talsverðir annmarkar, og þá sérstaklega kostnaðar-
auki fyrir ríkissjóð. Eg vil leyfa mér að koma með nokkr-
ar tölur, sem sýna, hvað skóli þessi hefir kostað landið
um nokkurt skeið. Eg ætla að byrja á árinu 1878. þá var
skólinn 6 bekkir og laun fastra kennara 18 þús kr., en
500 kr. var varið til tímakenslu. Árið 1890 voru föstu
kennaralaunin tæp 20 þús. kr. og þá gengu 1100 kr. til
aukakenslu. Á þessum 12 árum hafði kostnaðurinn við
skólann þannig aukist h. u. b. um 8 þús. Árið 1902 er að-
staðan lítið breytt. Föstu kennaralaunin eru þá 19200 kr.
en 1050 kr. voru greiddar fyrir tímakenslu. þannig hafði
kostnaðurinn svo að segja staðið í stað frá því árið 1878 og
hélst enn að mestu óbreyttur fram í stríðsbyrjun. En árið
1916 voru launin orðin samtals um 74 þús. krónur, og síð-
an hefir allur kostnaðurinn farið síhækkandi. Samkvæmt
landsreikningnum árið 1922 voru föst kennaralaun við
skólann um 100 þús. kr. og 15 þúsundum var þá varið
til tímakenlu, og í fjárlagafrv. stjórnarinnar fyrir árið
1925 eru föst kennaralaun áætluð kr. 79100,00 kr., en kr.
18000,00 er fyrirhugað að verja til tímakenslu við skól-
ann. Með öðrum orðum: Kostnaðurinn við skólahaldið hef-
ir vaxið svo, að til tímakenslunnar einnar er áætlað að
verja á næsta ári jafnmiklu og öll föst kennaralaun við
skólann námu árlega frá 1878 og fram undir stríð.
það er að vísu fullkomlega eðlilegt í sjálfu sér, að
kostnaður við skólahaldið hlyti að aukast með dýrtíðinni,
eins og öll önnur útgjöld ríkissjóðs. En mikið af kostnað-
araukanum liggur í því, að skólinn hefir verið blásinn út
eins og hannoníkubelgur jafnóðum og aðsóknin hefir
aukist og án þess að nokkuð hafi verið reynt til þess, af
hálfu þings eða stjórnar, að taka föstum tökum á að-
streyminu. Eini maðurinn, sem nokkuð hefir reynt að