Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 50

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 50
44 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. fyrir eina deild, en það fórst fyrir, vegna þess, að heppi- legt húsrúm mun ekki hafa fengist. Nú mætti gera ráð fyrir því, að frá okkar sjónarmiði, sem álítum skóla fremur til bóta, væri gleðilegt, að sjá skóla þennan stækka svo mjög. En slíkum vexti skólans fylgja talsverðir annmarkar, og þá sérstaklega kostnaðar- auki fyrir ríkissjóð. Eg vil leyfa mér að koma með nokkr- ar tölur, sem sýna, hvað skóli þessi hefir kostað landið um nokkurt skeið. Eg ætla að byrja á árinu 1878. þá var skólinn 6 bekkir og laun fastra kennara 18 þús kr., en 500 kr. var varið til tímakenslu. Árið 1890 voru föstu kennaralaunin tæp 20 þús. kr. og þá gengu 1100 kr. til aukakenslu. Á þessum 12 árum hafði kostnaðurinn við skólann þannig aukist h. u. b. um 8 þús. Árið 1902 er að- staðan lítið breytt. Föstu kennaralaunin eru þá 19200 kr. en 1050 kr. voru greiddar fyrir tímakenslu. þannig hafði kostnaðurinn svo að segja staðið í stað frá því árið 1878 og hélst enn að mestu óbreyttur fram í stríðsbyrjun. En árið 1916 voru launin orðin samtals um 74 þús. krónur, og síð- an hefir allur kostnaðurinn farið síhækkandi. Samkvæmt landsreikningnum árið 1922 voru föst kennaralaun við skólann um 100 þús. kr. og 15 þúsundum var þá varið til tímakenlu, og í fjárlagafrv. stjórnarinnar fyrir árið 1925 eru föst kennaralaun áætluð kr. 79100,00 kr., en kr. 18000,00 er fyrirhugað að verja til tímakenslu við skól- ann. Með öðrum orðum: Kostnaðurinn við skólahaldið hef- ir vaxið svo, að til tímakenslunnar einnar er áætlað að verja á næsta ári jafnmiklu og öll föst kennaralaun við skólann námu árlega frá 1878 og fram undir stríð. það er að vísu fullkomlega eðlilegt í sjálfu sér, að kostnaður við skólahaldið hlyti að aukast með dýrtíðinni, eins og öll önnur útgjöld ríkissjóðs. En mikið af kostnað- araukanum liggur í því, að skólinn hefir verið blásinn út eins og hannoníkubelgur jafnóðum og aðsóknin hefir aukist og án þess að nokkuð hafi verið reynt til þess, af hálfu þings eða stjórnar, að taka föstum tökum á að- streyminu. Eini maðurinn, sem nokkuð hefir reynt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.