Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 101
Trúnaðarmenn
Sambandsins.
Við jarðarför Hallgríms Kristinssonar komu saman í
Reykjavík allir helstu trúnaðarmenn Sambandsins, til að
fylgj a til hinstu hvílu foringja sínum og trygðavini. pá
var mynd sú tekin, sem hér fylgir. í fremri röðinni er
stjórn Sambandsins. í hinni röðinni framkvæmdarstj órar
þess utan lands og innan, og endurskoðandinn. Allir eru
þessir menn meir eða minna kunnir lesendum Tímáritsins,
en þó skal þeirra minst stuttlega.
Formaðurinn, Ólafur Briem, var einn af helstu
hvata- og stuðningsmönnum pöntunarfélags Skagfirðinga,
sem stofnað var 1886, þegar frá byrjun og þar til hann
fyrir fáum árum flutti burtu úr héraðinu til Reykjavíkur.
Hann er því einn af elstu og reyndustu samvinnumönnum
landsins, og þykir þeim mönnum mest til hans koma, sem
þekkja hann best.
Sigurður Kristinsson var önnur hönd Hall-
gríms bróður síns meðan Kaupfélag Eyfirðinga var að
vaxa, og þegar Hallgrímur tók við forstöðu Sambandsins,
varð Sigurður eftirmaður hans þar, og síðan sem forstjóri
Sambandsins í Reykjavík. í bæði skiftin var það einróma
ósk allra þeirra, sem hlut áttu að máli, að fá hann til að
h'alda við og vernda þá nýbyggingu, sem bróðir hans hafði
átt mestan þátt í að mynda.
Ingólfur Bjarnason bóndi í Fjósatungu er
framkvæmdarstjóri pöntunarfélagsins á Svalbarðseyri og
hefir lengi átt sæti í stjórn Sambandsins. Félag það, er