Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 60
54
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
að ef valið yrði úr á þann hátt, sem eg hefi bent á, þá
yrðu það bestu mennirnir, sem kæmust gegnum skólann.
Hinir geta verið dugandi menn til margra hluta, þó að þeir
eigi ekki erindi í þjónustu landsins, en eg hygg þó, að rík-
ið geti komist af án þeirra.
En hvað því viðvíkur, að hafa mentaskólann fyrir al-
mennan skóla fyrir Reykvíkinga, þá skal eg taka það fram,
að mér finst það óheppilegt að lokka svo marga inn á lang-
skólabrautina, án þess að gefa þeim möguleika til síðar, að
nota þekkingu sína sér til lífsuppeldis. Jafnhliða því, að
mentaskólinn verður þyngdur, þarf Reykjavík að fá sinn
héraðsskóla, þ. e. almennan skóla, eins cg flest sveitahéruð
vilja nú fá. f því sambandi hefir mér dottið í hug að mætti
hafa 2 skóla í mentaskólahúsinu. Ýmsir kunnir sparnaðar-
menn hér í þinginu skuldbundu sig í fyrra að vera því
fylgjandi, að heimavistarhús yrði reist við mentaskólann,
en það yrði án efa til þess, að auka stúdentaframleiðsluna
enn meir en orðið er. En af því eg býst ekki við, að ráðist
yrði í að byggja stórhýsi handa skóla hér í Reykjavík nú.
þá hefir mér dottið í hug, að nota mætti húsrúm skólans
að nokkru leyti fyrir héraðsskóla handa Reykjavík, þegar
búið væri að minka sjálfan mentaskólann, svo að nemend-
ur þar væru ekki nema 20—25 í hverjum bekk. þá er orð-
inn laus hehningur af því húsrúmi, sem nú er notað til
kenslu. þetta húsrúm, sem þannig losnar, mætti þá nota
fyrir almennan skóla handa Reykvíkingum, og eg hygg, að
mætti koma þannig fyrir 6 bekkjum af venjulegum dag-
skóla. En auk þess mætti með ódýrri breytingu á menta-
skólahúsinu búa það þannig út, að hægt væri að kenna í
öllum bekkjunum síðari hluta dags. það væri ekki annað
en að setja „línóleum" á gólfin og loftræstingu með raf-
magni í öll skólaherbergi og ganga. þá væri hægt að halda
skólanum hreinum á mjög auðveldan hátt, og það mundi
verða betri loftræsting með þessu móti, þótt kent væri í
skólanum allan daginn, heldur en nú er, þó aðeins sé kent
i honum fyrri hluta dagsins, með engri loftræstingu, nema
gegnum opnanlega glugga. Eg hefi bent á þetta sökum