Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 77
Búanðg'iskenningin.
J>ótt kaupauðgisstefnan skipaði öndvegi í heimi hag-
fræðinnar í flestum löndum til loka 18. aldar, naut hún
eiginlega aldrei almennrar hylli. pað leyndi sér ekki, því
lengra er leið fram á 17. og 18. öld, að stefna stjórnar-
valdanna var orðin á eftir kröfum samtíðarinnar, og bein-
línis skaðleg þjóðunum á ýmsum sviðum. Atvinnuvegir
þjóðanna stóðu ekki við í stað, heldur voru sífeldum breyt-
ingum undirorpnir, en stjórnir landanna gættu þess ekki,
að breyta löggjöfinni í samræmi við kröfur atvinnulífs-
ins og breytta staðháttu. Starfsfé þjóðanna óx jafnhliða
aukinni verslun og siglingum. Nýjar eða endurbættar vél-
ar urðu almennar. Skipulag framleiðslunnar í sumum iðn-
aðargreinum breyttist (heimilisiðjan í Englandi) og ruddi
stóriðjunni braut. Reglugerðir handiðnaðarfélaganna
hæfðu ekki stóriðjunni. Mörg ákvæði þeirra urðu undir
breyttum kringumstæðum orðin tóm. Nýir markaðir,
greiðari samgöngur á sjó og landi, fólksfjölgunin í lönd-
unum, og bætt framleiðslutæki, höfðu í för með sér marg-
víslegar breytingar á atvinnuvegum og lífsskilyrðum
þjóðanna. Dróg það úr áhrifum kaupauðunga. Starfssvið
þjóðanna varð smám saman umfangsmeira, störfin fleiri
og fjölbreyttari. Framtak einstaklingsins fékk ný við-
íangsefni. í samkepninni reyndi á áræði manna, framsýni
og fljótar framkvæmdir. Hagsmunir atvinnurekenda kröfð-
ust frekari athafnafrelsis en löggjöfin leyfði. Brátt heyrð-
ust því raddir ýmsra merkra manna, er voru andvígir kaup-
auðgisstefnunni, og hugsjónamenn og umbótamenn í þjóð-