Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 93

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 93
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 87 sérrannsókna á einstökum sviðum félagsmálanna. Hann var hinn mikli landfundamaður, nokkurskonar Leifur hepni í heimi vísindanna, maður sem finnur nýja heims- álfu, fyrir mannkynið, en leggur hana ekki undir plóginn eða herfið. pað gera landnemarnir, sem síðar koma. f hinu mikla höfuðritverki Comtes, raunspekinm, eru nokkrar meginuppgötvanir. Ein hin þýðingarmesta er lögmálið um hin þrjú stig þekkingarinn- ar. Önnur er niðurskipun og röð raunvísind- a n n a. Hin þriðja er um það, hversu raunvísind- in komast misjafnlega fljótt á reynslu- s t i g i ð, eftir því hve flókið og samsett viðfangsefni þeirra er. Og að lokum er Comte brautryðjandi félagsvísindanna og gefur þeim nafn. Hann skil- ur fyrstur manna og lýsir skarplega, að félagslífið er í raun og veru háð náttúrulögum, eins og dauða náttúran. Lög félagslífsins eru aðeins miklu flóknari og torfundn- ari. Verður nú í stuttu máli lýst hverri þessari uppgötvun, þó að margt annað, sem einkennir þennan heimspeking, verði ekki tekið til meðferðar. Comte telur, að mannkynið hafi í þekkingarleitinni stigið þrjú hækkandi skref. Fyrst kom goðfræði- stigið, þá frumfræðistigið og loks v í s i n d a- s t i g i ð. Aðeins tiltölulega fáir einstaklingar í hinum mentuðustu löndum hafa komist á þriðja stigið. Miklu fleiri hafa ekki komist nema á annað þrepið, og flestir eru enn á hinu fyrsta. Að dómi Comtes hlýtur mannkynið að vera vanmáttugt og ofurselt varanlegum og margbreytt- um hörmungum, meðan það getur ekki lyft sér á efsta stigið, skilið náttúrulög félagslífsins og notfært sér þá þekkingu eins og nú er gert í siglingum, verkfræði, lækn- isfræði o. s. frv., þar sem hin vísindalega þekking hefir kent mönnum að drotna yfir náttúrunni. Goðfræðistigið er elst. Mannkynið komst á það stig, er það byrjaði að trúa á yfirnáttúrlegar verur, og gera ráð fyrir, að þær blönduðu sér í mannlegt líf. Enginn vafi er á, að áður, um óralangan tíma, hafði mannkynið enga hug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.