Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 73

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 73
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 67 og eignir samvinnufélaganna eru borin saman við lieims- verslunina í heild sinni. En samvinnufélögin eru heldur ekki nema um 80 ára gömul. Á Englandi eru í kaupfélög- um meir en 31/2 miljón fjölskyldur. J)að er þriðji hluti fólksins. í sumum héruðum er helmingur íbúanna í kaup- félögum. það eru meira að segja til borgir, eins og Leeds, þar sem nálega hvert mannsbarn er í kaupfélagi. Eitt ein- kenni ensku félaganna er hvað þau eru mannmörg. Meðal félagsmannatal í Englandi er 2200, en í Frakklandi 290. það eru í Englandi meira en sjötíu félög, sem hafa tíu þúsund félagsmenn hvert, eða meira. Félagið í Leeds hefir 63 þús. félaga og veltan er 40 miljónir króna árlega. Velta ensku heildsölunnar er um 1000 miljónir króna árlega. Fé- lögin í þýskalandi hafa fjölgað mikið á síðari árum. það er með stefnur eins og einstaklinga. Vöxturinn er örastur í æskunni. í Rússlandi og Frakklandi eru félögin tiltölu- lega mörg en smá. Veldur því einþykni og skortur á félags- lund. það er síst vottur um þroska, þótt kaupfélög séu mörg í þéttbygðu landi, ef þau eru mannfá. í Englandi hafa kaupfélögin nálega allar vörur. En í Frakklandi verslar þriðjungur félaganna eingöngu með brauð, og flest hin ein- göngu með matvöru. Svisslendingar standa hátt meðal sam- vinnuþjóðanna. Félögin eru ekki nema um 400, en tala félagsmanna 300 þús. Sérstakt einkenni hjá Svisslending- um er það, að félögin þar í landi skifta að langmestu leyti við sína eigin heildsölu. þjóðin er búin að læra að stjórna sér sjálf og hefir valið sér að einkunnarorði þessa setn- ingu: „Einn fyrir alla, allir fyrir einn“. Á Ítalíu er til marg- hliða samvinnufélagsskapur, að sumu leyti mjög frum- legur, t. d. í ræktun. En Italía er hið einasta land með nokkurnveginn þroskaðri samvinnu, sem ekki hefir enn komið sér upp heildsölu fyrir félögin. Ein mentuð stórþjóð hefir enn enga samvinnu, sem talin verður. það eru Bandaríkin. Svo er það í öllum ung- um ríkjum, þar sem kaup er hátt og mikill gróðahugur í al- menningi. þar þykir tekjuafgangur kaupfélagsins of lítill til þess að það sé talið ómaksins vert að leggja á sig tíma- 5*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.