Andvari - 01.07.1960, Síða 12
106
JÓN STEFFENSEN
ANDVAHt
numið um einfeldni ei einasta yfirsetukvenna heldur og jafnvel lærðra manna
vor á meðal, í slíkum efnum, þótti mér ærið þungt og þeim mun þyngra er
ég heyrði ljót brixlyrði um slíka einfeldni vora; þó þyngst þá hvör ein var
kölluð til þessa sem fyrir varð, so þar dugði engin umvandan . . . „Vegna áður
téðs fekk ég þá síðast sigldi (þ. e. 1745), strax í hug að translatera þessa bók,
mínum landsmönnum til góðs og því kostaði hér um 1 5 Rd. upp á figururnar
til þess fyrsta upplags. En þá ég kom til landsins var mér sagt, að vel æru-
verðugur prófasturinn i Mýrasýslu sr. Vigfús Jónsson hefði útlagt þessa hók..
Þó að það sé ekki vonum fyrr, að hafizt er handa um útgáfu ljósmóðurfræði,
þá er það dálítið torkennilegt, að eftir hálfrar aldar svefn rumska skyndilega
tveir prestar samtímis við sér og að það skuli bera upp á ferðalok þeirra Lúðvigs
Elarboes og Jóns Þorkelssonar, en þeir dvöldu sem kunnugt er hér á landi
1741—1745 við ýmsar umbætur á kirkju- og kennslumálum þjóðarinnar. Mér
þykir trúlegast, að til þeirra megi rekja hin skjótu viðbrögð prestanna og að
hin ljótu brigslyrði, sem biskup heyrði, séu frá þeim félögum runnin. En að
biskup geti ekki Harboes eða Jóns við málefni, er til framfara horfa, þarf ekki
að vera neitt undrunarefni, þegar höfð eru í huga viðskipti hiskups og þeirra
í sambandi við veitingu Hólastóls. Ilarboe fékk þá bræður Finn og Vigfús
Jónssyni til að rita kirkjusögu landsins og má hann þá vel hafa fært það í tal
við Vigfús, að hann þýddi einnig ljósmóðurfræðina. Og kunnugt er, að Jón
Þorkelsson hafðí áhuga á heilbrigðismálum þjóðarinnar, þvi ein af tillögum
þeim, er hann sendi kirkju- og kennslumálaráðinu og sem leiddu til sendifarar
hans og Harboes til Islands var: ,,Om Een Botanicum og Land Chirurgum
effter som Landet har ingen der forstaaer noget her af til gavns.“ (Ævis. J. Þ.
II, hls. 121).
Auðséð er, að Halldór biskup Brynjólfsson hefur borið nokkurn kvíða i
brjósti um það, hverjar viðtökur hókin muni fá, og er það aðallega þrennt, sem
veldur honum áhyggjum: „ 1. Að sumt fólk sie, sem ei vill læra neitt soddan,
heldur blífa í sinni fyrri blindni og fávitsku." „2. Að um hana og hennar
nytsemd verði stór ágreiningur, að sumir (sem ei hafa rneira vit) haldi hana
þarflausa . . . .“ En um þriðja atriðið verður honum skrafdrjúgast, nefnilega
,,að hún komist í óguðlegra rnanna hendur, hvörra tungur eru upptendraðar
af helvíti, með fúlum, svívirðilegum, gikkslegum losta og hégóma orðum að
hæða sköpun Drottins og hellst þá limu mansins er þeir ættu mesta virðing að
tilleggja.“ Síðan heldur biskupinn áfram að lesa þessum „blygðunarlausu háð-
skálkum“ pistilinn, sem þó „vitandi fyrir víst að hæði author og interpres hafa
so lempilega bókina skrifað og útlagt að enginn sem stjórnast af Guðs anda
skyldi hið minsta hneixlast af hennar orðum eða atvikum.“ Loks leggur biskup