Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1960, Side 14

Andvari - 01.07.1960, Side 14
108 JÓN STEFFENSEN ANDVAHI aftur til Hafnar að lokinni rannsóknarferð þeirra um landið, að Buchwald í febrúar 1758 lætur „Bjarna læra í rit meiningu sína, hvörnin því yrði við- komið: að stipta Landphysicat á Islandi? hvörjar hans skyldur og laun skyldu vera o. s. frv.“ eins og Sveinn Pálsson kemst að orði í ævisögu Bjarna Pálssonar. Ennfremur segir þar, að sárasóttin, sem uppgaus við innréttingarnar, hafi 1756 þrengt „að sagt er Magnúsi amtmanni Gíslasyni til fyrstum manna, eftir ráði Bjarna og undirlagi, að færa í orð á liærri stöðurn, að hér í landi væri stiptað læknisembætti" (bls. 52). Hvort rétt sé, að Bjarni hafi lagt þetta til við amt- mann bresta nú gögn til að sannprófa, en hitt er víst, að amtmaður hefur ekki fært það í tal á æðri stöðum, því í bréfi til hans dags. 14. maí 1759 segir Bjarni: „Hefir og sumum kynlegt þótt, að aldrei hefir þetta (þ. e. stofnun landlæknis- embættisins) með einu orði nefnt verið frá íslandi hvorki af herra amtmanninum né öðrum.“ (Læknar á íslandi, bls. 35). Og í bréfi, sem Rantzau stiptamtmaður ritar Magnúsi amtmanni Gíslasyni dags. 5. maí 1759 segir: „Það hefur um þessar mundir verið rætt um það (þ. e. í vísindafélaginu), lrversu nauðsynlegt og gagnlegt það væri að landlæknir væri skipaður á Islandi og hefur mönnum hugkvæmst að skipa til þessa Bjarna Pálsson eftir uppástungu justisráðs og prófessors Buchwalds," síðan heldur áfram í bréfinu: „til þess að þér, herra amtmaður, séuð máli þessu kunnugur, vil ég hér með láta yður vita, hverjar uppástungur það séu, sem gjörðar hafa verið.“ (Tímarit XI, bls. 178—179). 1 svarbréfi amtmanns til stiftamtmanns, dags. 21. sept. 1759, má finna orsök að tómlæti því, er landar sýna þessu máli, en bréfinu lýkur svo: „Að því er snertir það, sem yðar tign í bréfi yðar spyrjið mig um, get ég virðingarfyllst engu öðru svarað, en að ég sé mér eklci fært að benda á neitt landsfé hvorki handa honum (þ. e. Bjarna) né lyfjabúðinni; aðeins skal ég taka það frarn, að því líkur maður er fyrir landið jafn æskilegur sem ómissanlegur." (Tímarit XI, bls. 181). Sem sé þessi ómissandi maður mátti ekki kosta landsmenn neitt. Þeim mönnum, er hafa kynnt sér aðdragandann að stofnun landlæknis- embættisins, ber saman um, að vísindafélagið í Kaupmannahöfn eigi hvað mestan þátt í því, og fæ ég ekki betur séð en að það sé rétt. Þetta félag var stofnað 1742 og var Johan Ludvig Llolstein greifi fyrsti forseti þess. Félagið lét náttúruvísindi mikið til sín taka, en af þeim áhuga leiddi rannsóknarleið- angrana til Islands, fyrst Horrebow’s og síðan þeirra Bjarna og Eggcrts, sem hcint eða óbeint verður til þess, að landlæknisembættið verður til. Því auk árslaunanna, sem þeir félagar nutu, mcðan á leiðangrinum stóð, fengu þeir vilyrði um lífvænlega stöðu að honum loknum og meðal annars til að uppfylL það heit við Bjarna er embættið stofnað. Það er félagi í Vísindafélaginu, Buchwald prófessor, sem lætur Bjarna semja tillögur urn landlæknisembættið.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.