Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1960, Side 17

Andvari - 01.07.1960, Side 17
ANDVAItÍ iiJAKNl PÁLSSON OG SÁMTIÐ IIANS 111 Játa prenta þau á sinn kostnað, el með þyrlti, en senda heilbrigðisráðinu skýrslu um aðw'erðir sínar og gang veikinnar. o ö ö ö I Ionum bar að gela gætur að öllu fáséðu og nýjungum í ríki náttúrunnar og árlega senda vísindafélaginu skýrslu urn það. Loks átti landlæknir að fylgjast með, að skottulæknar og bartskerar fremdu ekki lækningar nerna hann hefði prófað þá og teldi þá hæfa til þess og þá veitt þeim réttindi til starfsins. Amtmanninum og biskupunum var svo falið að sjá um, að landlæknir starfaði samkvæmt erindisbréfinu. Launin voru 300 Rd. á ári og frítt jarðnæði á vel hýstri og góðri jörð, auk 200 Rd. fyrir meðölum snauðra, og síðar fékk landlæknir fæðispeninga fyrir þá, er voru við læknisnám hjá honum, og nokkur önnur fríðindi. Miðað við að landfysici í Danmörku höfðu ekki yfir 300 Rd. í laun, þá virðast laun Bjarna allálitleg, en ef hugleitt er, að 1703 er nær sjötti hver íslendingur þurfalingur (Andvari 72, bls. 47) og að þeir hata trúlega verið enn fleiri, er Bjarni settist bér að, og að honurn bar að veita þeim, senr fátæktarvitnisburð höfðu, ókeypis beknisbjálp og rneðöl, þá verður skiljanlegt, að hann átti ætíð í fjárhagsörðug- leikunr og dó snauður maður. Harðsvíraður, fégjarn maður hefði eflaust harkað al sér átroðning fátækra, en Bjarni var brjóstgóður og stóðst ekki raunir þeirra, beldur veitti mörgum þeirra fæði og aðhlynningu á sínu eigin heimili, meðan þeir voru undir læknishendi. Auk þess hefur svo heilsuleysi Bjarna og vín- hneigð gert sitt til, að honum búnaðist ekki vel. Til vínhneigðarinnar rná trúlegá rekja efni bréfs dags. 9. maí 1760 frá rentukammerinu til Magnúsar amtmanns Gíslasonar, en í því eru fyrst ítrekuð fyrirmæli úr bréfi frá 29. apríl s. á. um, að anitmaður hafi vakandi auga með embættisfærslu landlæknis, en síðan er amt- manni jafnframt falið að fylgjast vel með einkalífi landlæknis og gefa skýrslu Uln það „da Bjarne Poulsen .... ikke er os meget bekjendt, hvorimod hans Embede udfordrer en meget ædruelig, forsigtig og fornuftig Levemode." (Lovs. f- Isl. III, 396-397). Það er auðskilið, að ekki hefur veitt af reglusömu líferni, ef vel átti að SJnna öllum greinum erindisbréfsins, en hvorki það né ókunnugleiki á Bjarna 8eta réttlætt að fylgjast með einkalífi hans, til þess hljóta að liggja aðrar ástæður, sv° einstök sem þessi fyrirmæli eru. Það verður því naumast sagt, að mulið hafi verið undir brautryðjanda ís- lenzkra heilbrigðismála, hvorki af löndum hans né stjórnarvöldum, en þrátt ^ydr það, veikindi og vínhneigð, varð honum þó vel ágengt í þeim málum. Þegar a lyrsta embættisári tók Bjarni sinn fyrsta nemanda í læknisfræði, og alls munu Þeir hafa orðið 11, sem lærðu hjá honum um lengri eða skemmri tíma, og af þeim voru fjórir orðnir fjórðungskirugar áður en hann lézt, en sá fimmti

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.