Andvari - 01.07.1960, Page 29
ÖRNÓLFUR THORLACÍUS:
UM UPPRUNA MANNA
Staða mannsins í dýraríkinu,
Maðurinn heyrir til ætthálki, sem prí-
uiatar kallast. Til prímata teljast öll nú-
lifandi og aldauða kyn manna, apa og
kálfapa.
Skyldust dýr prímötum um líkamsgerð
meðal núlifandi spendýra eru skordýra-
æturnar, en til þeirra teljast broddgeltir,
snjáldurmýs og moldvörpur. Af stein-
gervingum ráða menn, að stofn prímata
I'afi skilizt frá skordýraætum fyrir byrjun
tertíertímabils — á miðöld jarðsögunnar.
Elztu spendýr voru smákvikindi, sem
trúlega hafa mestmegnis lifað á skordýr-
um og ormum. Sumar þessara frumstæðu
skordýraæta leituðu upp í trén og breytt-
ust smám saman úr merkurdýrum í klifur-
dýr. Til þe ssara frumstæðu klifurdýra má
rekja ættir prímata.
Pegar forfeður prímatanna gerðust
skógardýr, aðlagaðist líkamsgerð þeirra
Itinum nýju lifnaðarháttum. Dýr merkur-
ntnar skynja heiminn í kringum sig í
'ikum mæli með þeffærum sínum. Þau
eri' því vel þroskuð hjá merkurdýrum,
en sjónin stundum í lakara lagi. Klifur-
dýrum er öfugt farið. Þau þurfa á góðri
sJ°n að halda við að stökkva grein af
Júem. Allir prímatar hafa góða sjón.
^llir nema hinir frumstæðustu, hálfap-
‘lrn'r, hafa samstæð augu — framan á
'ofðinu — og skvnja því vel dýpt og fjar-
ægðir. Skógarlífið gerir jafnframt minni
n'ölur til þefnæmis cn líf á jörðu niðri,-
enda er þefnæmi prímata fremur óþrosk-
að, og þeim mun lakara, sem ofar dregur
á þróunarbrautinni.
Breyttum skynfærum fylgja breyting-
ar á heilanum, — hann hreytist úr
„lyktarheila" í „sjónarheila". Góð sjón
veitir staðbetri þekkingu á umheiminum
en gott þefskyn, sjónarheilinn hefur því
skilyrði til meiri þroska en Ivktarheilinn.
Auk þess krefst skógarlífið meiri ná-
kvæmni og samstillingar í hreyfingum en
merkurlífið, klifur og stökk milli greina
eru hraðar og flóknar hreyfingar. Til að
þær fari vel og skipulega frarn, er þörf
flóknari heila en skordýraætur hafa.
Þegar forfeður okkar breyttust úr
mcrkurdýrum í skógardýr, breyttist heili
þeirra því að skipulagi og varð jafnframt
flóknari. Þessi þróun heilans hefur síðan
fylgt prímötum á þroskaferli þeirra.
í prímötum hafa haldizt mörg einkenni
úr likamsgerð frumstæðra spendýra. Lífið
í trjánum leyfir litla sérhæfingu vöðva-
og beinakerfis. Hreyfingarnar eru svo
margvíslegar, að þróunin getur ekki
beinzt inn á þrönga sérhæfingarbraut.
Dýr merkurinnar þróuðust sum til hlaupa,
svo sem hesturinn. 011 beinagrind og
vöðvakerfi hestsins hefur sérhæfzt til að
framkvæma takmarkað svið hreyfinga
fljótt og örugglega. Gleggst sést þetta á
fæti hestsins, þar sem allar tærnar nema
cin hafa smám saman horfið við þróun-
ina. Fætur og hendur prímata halda hins