Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 38

Andvari - 01.07.1960, Page 38
132 ÖRNÓLFUR THORLACÍIIS aNbvaiíi byggja Ástralíu, nema hvað hann var nuin stórvaxnari — stærri en nútíma- rnenn gerast. Eugen Dubois var maður mjög sérvitur. Einhverra ástæðna vegna geymdi hann bein Wadjakmannsins í kistu sinni, og sýndi þau engum fyrr en 1921. Nú hugsa menn sér helzt, að maðurinn sé forfaðir Ástralíumanna, eða nákominn stofni þeirra. Á árunum 1891—1892 gróf Dubois upp við bakka Sólófljóts á Jövu manns- tönn, höfuðkúpu, lærbein og seinna tvær tennur til viðbótar. Elann lýsti brotun- um árið 1894 og gaf manninum nafnið Pithecanthropus erectus, binn upprétti apamaður. Apamaðurinn frá Jövu hafði langt og lágt böfuð og stóra beinbrún yfir augum, líkt apa. Heilabúið var miðja vegu milli heila manns og mannapa að stærð: 800—1000 rúmsentímetrar. Nú- tíma Evrópumaður hefur að meðaltali 1500 sm3 heila (karlmaður), stóru mann- aparnir hæst um 600 sm3, og hálfmenn- irnir höfðu ámóta eða lítið eitt stærri heila. Af gerð lærbeinsins var auðséð, að JövumaÖurinn hefur gengið uppréttur. Margir drógu túlkanir Dubois á stein- gervingum þessum í efa, bentu til dæmis á, að engin sönnun væri fyrir, að lærlegg- urinn og hauskúpan væri úr sömu skepnu, og tennurnar væru kannski úr hinni þriÖju. Aðrir töldu beinin úr forsöguleg- um gibbonapa. Sérvizka Dubois varð heldur ekki til að auka á traust manna. Hann var fast- heldinn á beinasafn sitt. Eins og að framan er sagt, gerði hann til dæmis lengi ekki grein fyrir Wadjakfundinum. 1 Iann flíkaði ekki heldur beinum Jövu- mannsins. Að þrjátíu árum liðnum, árið 1923, opnaði Dubois loks allar beinakist- ur sínar. Þá fundust smám saman í þeim ýmis bein Jövumanna, sem hefðu flýtt viðurkenningu heimsins á apamanninum að mun, ef Dubois hefði nokkrum sýnt þau. Enn voru samt stöku menn í efa, fannst gangur málsins fullótrúlegur: Du- bois tilkynnir heiminum, að hann sé á leið að finna apamanninn, steðjar til Jövu og grefur skepnuna upp að bragði! Þar við bætist, :, j Dubois sjálfur missti á elri árum sínum trúna á mennsku skjólstæð- ings síns, apamannsins, taldi hann út- dauðan gibbonapa, eins og margir ætluðu í upphafi. Við þetta sat, þar til von Koenigswald, sem nefndur er hér að framan í sambandi við tröllafundi á Jövu, fann nýjar leifar Pithecanthropus á bökk- urn Sólófljóts. Þessir nýju fundir sviptu burt öllum efa um tilvist apamannsins á Jövu. Lögin við Sólófljót, þar sem apamenn- irnir hafa fundizt, eru frá kvartertíma- bili — frá miðju pleistósenskeiði, eða um 3—400 þúsund ára gömul. Pekingma3urinn. Skömmu eftir 1920 leituðu sænskir vísindamenn steingervinga í kínverskum jarðlögum frá miðju pleistósenskeiði. Þeir rákust meðal annars á tvær tennur manns eða apa, sem þeir fengu í hendur Davidson Blaclc, líffærafræðingi í Peking- Seinna kom þriðja tönnin í ljós. Af þess- um þrem tönnum þóttist Davidson Black geta lesiÖ, að eigandi þeirra hefði fremur verið maður en api og gaf honum nafnið Sinanthropus pekinensis, hinn kínverski rnaður frá Peking. Auk tannanna þriggj3 hnigu þau rök að tilveru apamannsins, að ýmis nrerki sáust þess á beinum dýra í sömu jarðlögum, að dýrin hefðu falbð af mannavöldum. Auk þess fundust i lögunum frumstæð steinverkfæri. Möi'gu m þótti Davidson Black tefla a tæpasta vað, er hann skilgreindi nýja manntegund og gaf henni vísindalegt

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.