Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 43
andvari
UM UPPRUNA MANNA
137
brugðin beinagrind nútímamanns. í sömu
lögum fundust steinverkfæri frá fvrri
fornsteinöld. Menn eiga erfitt með að
saetta sig við, að menn með nútímasniði
hafi verið uppi á fyrri fornsteinöld.
Margir benda á, að maðurinn hafi verið
grafinn upp af leikmönnum og séu því
ongar sönnur fyrir því, að hann tilheyri
raunverulega þessum jarðlögum, eða að
minnsta kosti geti verið að hann hafi
l>ara verið grafinn þarna. Efnagreining
bendir og til þess, að maðurinn af Galley
Hill sé ekki eins forn og verkfærin lcring-
l|m hann benda til.
Heidelbergmannsins er getið framar.
Þessir og fleiri fundir svipaðir hafa
ekki verið felldir inn í ættatölu manna.
Her vantar marga hlckki í keðjuna.
Mörgum þykir allt þetta benda til, að
nutímamaðurinn, Homo sapiens, eigi sér
Hnga þróun að baki og sé að minnsta
kosú jafngamall Neanderdalsmanninum.
A Jövu liafa fundizt tvær gerðir frum-
manna, sem hér mætti nefna. Sólómaður-
lnn> Homo soloensis, fannst við Sóló-
fljot örskammt frá leifum apamannsins
en er mun yngri, frá því seint á pleistó-
Sen, eða um það bil jafngamall Neander-
dalsmanninum. Sólómaðurinn líkist líka
'eanderdalsmönnum um margt: hann
lefl,r lágt enni, beinbrún yfir augum
s- frv. Onnur atriði, einkum í gerð
nakknns, minna fremur á nútímamenn.
Onnski hafa blandazt þarna kyn, skyld
'■eanderdalsmönnum og nútímamönn-
Ef til vill er þetta vísbending þess,
an kyn Neanderdalsmanna og nútíma-
jr>anna hafi þróazt frá apamönnum? Þá
æri okkur að líta á Sólómanninn sem
'u í þessari þróun eða kannski sem hliðar-
S'em, ekki langt frá sameiginlegum upp-
111 na Neanderdals-greinarinnar og sapiens-
Sreinarinnar.
^adjakmaðurinn, sem Dubois gróf
llPP á undan Jövumanninum, cr talinn
forfaðir frumbyggja Ástralíu. Honum
svipar nokkuð til Sólómanna og Ncan-
derdalsmanna, enda ekki óhugsandi, að
Ástralíumenn standi nær Neanderdals-
mönnum en aðrir nútímamenn.
Carmelfjallsstofninn. Á útjaðri hins
forna menningarsvæðis Neanderdals-
manna, í hellum á Carmelfjalli í Palest-
ínu, hafa líka fundizt leifar manna, sem
í senn minna á Nea.nderdalsmenn og
Homo sapiens. Urn þá er svipað að segja
og Sólómenn: við vitum lítið um þá.
Kannski eru J>eir kynblendingar Homo
neanderthalensis og Homo sapiens, til
orðnir á mörkum útbreiðslusvæða Jreirra,
kannski eru J>eir nákomnir sameiginleg-
um stofni Jæssara tveggja manntegunda?
Sumir vilja túlka fundina, sem talað
er um í Jressum kafla, J^annig, að Nean-
derdalsmaðurinn og Homo sapiens til-
heyri í raun og veru einni og sömu
manntegund, og milli Jressara afhrigða
hafi alltaf verið til ótal millistig. Því sé
hvorki rétt að tala um óháða þróun Jress-
ara tveggja manngerða, né að önnur hafi
Jiróazt af hinni.
Af því, sem hér er skráð, má greina,
hve sáralítið við vitum um sögu Homo
sapiens fyrr en hann nemur land í
Evrópu í lok ísaldar.
Hér verður ekki rakin frekari þróunar-
saga þessarar manntegundar, sem náð
hefur meiri völdum og útbreiðslu hér á
jörð en nokkur dýrategund á undan
henni.
Ég hef safnað efni þessarar ritgerðar
úr ýmsum áttum. Sumt hef ég sótt í
tímaritsgreinar. Af bókum um líffræði
vil ég fremst nefna hók próf. A. S.
Romer’s, „Man and the vertehrates".
Sögulegar heimildir um leit mannsins að
uppruna sínum eru teknar úr „Ich suchte
Adam", eftir Herhert Wcndt,