Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 45
FARAUTÁLMI
andvari
139
Og maðurinn hafði lofað, að hann skylcli standa á götunni, þegar mig bæri að
húsinu, þar sem hann gisti.
— Það er leiðinlegt að vita þig á ferð yfir heiðina á þessum degi, sagði
hotelstjórinn, þegar ég kvaddi hann. — En það er hót í máli að þú hefur sam-
ferðamann.
Einhvers staðar hér hlaut maðurinn að bíða. Eg dró úr ferðinni og
skyggndist út um rúðuna. Og þarna kom hann út úr garðshliði við lítið
timburhús. Hann var með tösku í hendinni og gekk út á götuna, svo að ljós-
súlan frá bílnum féll á liann. Ég nam staðar. Hann kastaði á mig kveðju,
sagði til nafns síns og spurði um farið. Svo kom hann töskunni sinni fyrir og
settist í framsætið hjá mér.
— Þú hefur orðið seint fyrir eins og ég, sagði ég.
— Ojæja, sagði hann. — Ætlarðu ekki suður í dag?
— Það kvað vera vond veðurspá, sagði ég.
— Nú er það já. Þá er að taka því. Það er sagt að enginn ráði sínum
næturstað.
Við ókum þegjandi út á þjóðveginn, og ég gat aukið hraðann á betri vegi.
I^að var snjólaust, aðeins á einstaka stað leifar af gömlum sköflum, sem sýndust
mciri við glampann af hílljósunum en raun varð á.
Enn var myrkt, cn ljóssúlan frá bílnurn lýsti upp veginn. Beggja rnegin
Var myrkur veggur, aðþrengjandi og dulur.
Við ókum inn með firðinum 02 á alllöngu svæði var veRurinn beinn og
1 OO 00
ureiður. Svo tók við gamall vegur, hugðóttur og niðurgrafinn, með svellglott-
um og einstaka skafli í lægðum og beygjum. Það glytti í sjóinn neðan við
hakkana. Hann vakti þarna í myrkrinu, þögull og dularfullur, og minnti á
dýr, sem liggur fram á lappir sínar.
Samfylgdarmaður rninn sat þögull í framsætinu og starði fram undan sér
^ð lokað andlit. Hvað sagðist hann heita? Gunnar? Nei, Gunnsteinn. Gunn-
stemn Hallsson. Ég kannaðist við þetta nafn — hafði heyrt það. Kannski var
e>nhver annar, sem hét sarna nafni, einhver sem ég hafði fyrir löngu haft
l<ynni af.
Hann virtist innhverfur og fjarlægur þarna í sætinu fast hjá mér og yrti
cl<ki á mig að fyrra bragði.
Við nálguðumst fjarðarbotninn og vegurinn varð enn niðurgrafnari og
ngðottari. Skaflarnir urðu stærri, með djúpum förum, og ég varð að setja
Kppann í lággír og aka með annað hjólið uppi á hryggnum milli bílfaranna.
- Það má búast við að séu einhverjir skaflar frammi í Giljunum, sagði
arþeginn, sem virtist vera farinn að hafa áhuga fyrir ferðinni.