Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 52

Andvari - 01.07.1960, Page 52
146 ÞÓHLElfUli bJARnAsoM ANDVAttl — Veit eklci hjá hverjum hann gisti, en það er niaður með mér. — Eg tala við þig seinna í kvöld. — Gleðileg jól. Verði spurt um okkur að sunnan segirðu að við sitjum í jólafagnaði. Ég hengdi upp símaáhaldið og lokaði skápnum. Það skíðlogaði í elda- vélinni, og farið var að hitna inni. — Þetta var gott hjá þér, sagði samferðamaður minn. — Ég hef fundið kaffið og kringlur, þær eru bara svolítið myglaðar. Og nú sýð ég ketilkaffi. En hvað urn kertin? — Þau eru víst í einhverjum skápnum. — Leitaðu að þeim. Ég hlýddi og fann pakka með nokkrum kertum í. — Kveiktu á þeim öllum. Hvað eru þau annars mörg? — Fjögur. — Kveiktu þá á tveimur og settu þau sitt á hvora brík. — Það er engin brík. — Þá á borðshornin. Það logaði á ljórum olíulömpum auk kertanna. Þetta var mikil ljósadýrð í fjallakofa. Við drukkum svart ketilkaffi úr könnum og borðuðum myglaðar kringlur með og nokkrar brauðsneiðar, sem troðið hafði verið á mig í hótelinu í nesti. 1 skálanum var orðið funheitt, og það slaknaði á glugga, svo að sást gegnum rúðu út í moldviðrið. Við bjuggum um okkur á bálkunum sitt hvoru megin undir gaflinum, lögðumst til hvíldar og reyktum pípur okkar við ljós frá olíulömpunum og kerti sitt á hvoru borðshorni. Við þögðurn langa stund, horfðum upp í súðina og hlustuðum á niðinn í hríðinni. — Það eru fallegir kvistir í súðinni, sagði hann. — Hefurðu tekið eftir þeim? Þeir rninna á súðina yfir rúminu mínu, þegar ég var drengur. — Var það á Hafnareyri? — Já, kofinn var yzt í þorpinu, á hólnurn þar sem nú hafa verið settii' skreiðarhjallar. Þorpið hefur byggzt inn á við. — Áttirðu lengi heima þar? — Eg ólst þar upp. — Langt síðan þú konrst þar? — Fimmtán ár. — Og hefur mikið breytzt? Það hefur verið byggt þar töluvert. — Ilvað er það sem ekki breytist? Og þó er það kannski allt líkt þvl>

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.