Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 64
158
SVÉRRlll KRlSTjÁNSSON
aNdváui
sem við eigum að ná jaln réttur til lög-
gjai’ar fyrir okkur, sem allsherjarþingið
licr fær l’yrir Danmörku.“
I þessu bréfi gerði Brynjólfur Pétursson
drög að þeirri meginstefnu, er markaði
íslenzka afstöðu meirihluta Þjóðfundar-
manna 1851: fullt sjálfsforræði í konungs-
sambandi við Danmörku og samninga um
önnur mál, er sameiginleg kynnu að
verða. I byrjun árs 1850 gerði Brynjólfur
drög að frumvarpi til stjórnlaga fyrir ís-
land. Dönsku stjórninni var mjög um það
hugað, að hann yrði konungsfulltrúi á
Þjóðfundinum, en hann setti stjórninni
kosti í þeim efnum. Hann segir sjálfur
frá þessu í bréfi til Péturs bróður síns:
„Hann (þ. e. Rosen0rn innanríkisráð-
herra) hefur nefnt við mig nýlega, hvort
eg vildi ekki fara heim sem Commissarius;
en eg svaraði honum, að ef ekki hefði
verið um önnur mál að gera í þetta skipti,
en þau er lítið væri undir komið, mundi
eg ekki hafa tregðazt við að gjöra það, þó
eg hefði ekki verið stjórninni samdóma í
þeim málum og enginn hefði annar feng-
izt. En nú, þar sem um íslands velferð er
að gjöra um aldur og ævi, gæti eg sam-
vizku minnar vegna ekki tekizt Com-
missarii embættið á hendur nema stjórnin
vildi fallast á uppástungur mínar."
Brynjólfur hafði nú þegar náð slíkum
embættisframa sem íslenzkur maður gat
frekast fengið í þjónustu Danastjórnar um
miðja 19. öld. En um leið hafði hin póli-
tíska þróun skipað honum á krossgötur:
Hann varð að velja um hvort hann vildi
halda áfram að gegna sinni háu stöðu
og verða formælandi algerrar innlimunar
í danska ríkið eða fara úr þjónustu ríkis-
ins.
Hver sem kynnir sér ævi Brynjólts
Péturssonar, er ekki í neinum vafa urn,
að hann hefði aldrei lagt fram fyrir Þjóð-
fundinn það frumvarp til stjórnlaga, er
Trampe greifi bar fram sumarið 1851-
Það varð þó ekki af því að hann þyrfti að
ganga undir þessa pólitísku eldraun.
Haustið 1850 var hann orðinn ófær til
vinnu, Rosen0rn innanríkisráðherra skrif'
aði Pétri bróður hans vorið 1851, að
bróðir Brynjólfur væri orðinn svipur einn
hjá sjón. Idann andaðist 18. október 1851.
Fyrir andlátið gaf hann öllurn mönnunr,
er hann átti fé hjá, upp skuldir sínar.
Sjálfur hafði hann lengst af haft miklar
skuldaáhyggjur og sagði einu sinni í brefi
til Jóns bróður síns, að hann gæti ekki
hugsað sér að deyja fyrr en hann hefði
goldið hverjum sitt. Með sínu venjulega
brynjólfska örlæti gaf hann kunningjum
sínurn og stúdentum í Kaupmannahöfn
upp skuldirnar.