Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1960, Side 67

Andvari - 01.07.1960, Side 67
ANDVARI KONAN SEM LÁ ÚTI 161 Kristín Kjartansdóttir. ^8 öðru, og stóðu til þess allar vonir að ,'ann sæ6 þar vel og lengi. Kristín dvaldi Par auðvitað hjá frænda sínum. n Kjartan bjó aðeins nokkur ár á Sig- Undarstöðum. Hann var ungur maður, 8 æsilegur íþróttamaður, um eitt slceið 8 1Iuukóngur Islands, og mikill áhuga- j, 3 Ur urn þau mál öll. Idann átti margra ^°sta völ og fór sem mörgum öðrum að 3nn neyta hæfileika sinna á víðara g.ar ssyiði heldur en því sem markað er nyr yjabónda í fámennri sveit. Hann er u skjalavörður Alþingis. i . r tar fljótt yfir sögu að fara að jörSin Utnra Kristínar og Guðmmtdar skipti ört 111 ábúendur á næstu árum. Kristín þó þar að mestu. arunum eftir heimsstyrjöldina síðari •'ar víða mikil upplausn í sveitum þessa lands. Atvinnuaukningin við sjávarsíðuna var svo gífurleg að hún raskaði í bili því sem kallað er eðlilegt hlutfall milli at- vinnuvega lands og sjávar. Það er fljót- legra og arðvænlegra, þegar mikil hreyf- ing er á fjármagni manna milli, að nýta tækifæri og hefja framkvæmdir í þétthýli og fjölmenni en á fámennum stöðum og afskekktum. Þess guldu margar sveitir á þessum árum og er kunnara en frá þurfi að segja að sum byggÖarlög lögÖust þá í eyði að mestu eða öllu og hafa verið það síðan. Ekki verður slíkt sagt um Borgar- fjörðinn, enda væri þá sköpum skipt ef þar þætti ekki lífvænlegt. En þess gætti þó þar sem annarstaðar að færri urðu til þess að sækja um ábúð á þeim jörðum sem losnuðu og nokkur smábýli í því góða héraði munu hafa horfið úr tölu bújarða. Sigmundarstaðir eru, eins og áður segir, vildisjörð í miðri sveit og þjóðvegurinn skammt fyrir neðan túnið. Samt urðu það örlög þeirra að lenda í þessu öfugstreymi. Og þegar þar var komið sögu að enginn varð til þess að leita þar eftir búsetu, nema einsetumaður helsjúkur, þá varð Kristín Kjartansdóttir að losa um þau bönd er fastast og lengst höfðu tengt hana þessum stað, og hnígur nú frásögn þessa þáttar til þeirra greina sem eru tilefni hans og uppistaða. Milli foreldra minna og þeirra Sig- mundarstaðahjóna lágu frá ungum aldri þeirra hin traustustu bönd einlægrar vin- áttu. I þau bönd kom aldrei neinn þver- brestur, á þá vináttu féll aldrei neinn skuggi. Það er ekki langt á milli bæjanna Sigmundarstaða í Hálsasveit og Kirkju- bóls í Hvítársíðu. Ef ekki væri þar garður á milli granna þá lægju lönd jarðanna saman. En Hvítá skiptir hér löndum og sveitum. Straumþung og torfær fellur hún eftir botni dalsins, óreið á þessum slóðurn nema stöku sinnum tíma og tíma á stráka-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.