Andvari - 01.07.1960, Síða 74
168
GUÐMUNDUH líÖÐVARSSON
ANDVAM
degi á mánudaginn yfir ána á Bjarna-
staðaferju og ætlaði út að Sigmundarstöð-
um og Refsstöðum. En þegar hún kom
þarna hafði hún dottið á svelli og lær-
hrotnað og var hún því húin að liggja
þarna, svona á sig komin, næstum fimm
dægur. Ég hljóp strax heim og sótti jepp-
ann og mannhjálp að flytja hana heim.
Nokkru seinna kom Valtýr læknir og
gcrði að lærbrotinu.
Þcgar ég kom fyrst til Kristínar var hún
fullkomlega með réttu ráði og alltaf eftir
það. Að vísu var henni mjög kalt, því
kalsaveður hafði verið og stundum hlind-
bylur, en aldrei meira en þriggja til fimm
stiga frost. Elún gat gert að gamni sínu
og virtist undra hress.
10. febr. (fimmtud.). Kristínu virðist
líða sæmilcga vel, hún er næstum alveg
lútalaus og hin hrcssasta. —
Síðan scgir í bréfi því frá Magnúsi cr
ég gat um áður:
Þegar þú hringdir hingað til að segia
frá því að þú hefðir heyrt hóað hvað cftir
annað þegar þú varst á leiðinni milli
Bjarnastaða og Kirkjubóls og ég lagði af
stað hér út fyrir, þá fóru þau líka Elelgi
og Steinka, þó ég geti ekki um það í dag-
hók minni. (Elelgi og Steinunn eru svst-
kin Magnúsar). Við röðuðum okkur hér
út frá túninu, þannig að ég var neðstur,
síðan Stcinka, en Helgi efstur, þó var
ckki lengra á milli okkar en svo, að við
sáum alltaf hvert til annars. Þcgar ég sí
Kristínu fyrst, sit hún flötum beinum á
nokkurnveginn sléttum grasbala, algjör-
lega á bersvæði og sneri í áttina að Kirkju-
bóli, en ég kom fram á kastbrúnim fvrir
ofan í hann, svo hún sá mig ekki. Ég fór
bví í sveig fram hjá henni og kom bcint
framan að henni, til þess að henni vrði
ckki bilt við. Hún þekkti mig þegar og
bað fvrsta sem h.ún sngði var: Æ, crt það
þú Maggi minn, skelfing verð ég fegin
r.ð sjá þig, hér cr ég búin nð liggja síðnn
á mánudag og get bara ekki hreyft mig,
mig kennir svo til í löppinni. Ég er hvað
eftir annað búin að reyna að standa upp
en mér er ómögulegt að stíga í fótinn. —
Hún var fullkomlega róleg, en málfærið
var dálítið óskýrt vegna þcss hve gegn-
köld hún var.
Þegar ég hafði stanzað hjá hcnni litla
stund, sagðist ég ætla að hraða mér heim
og sækja jeppann til að flvtja hana hcim,
cn eitthvað hafði hún orð á því að það
væri svo mikil fyrirhöfn. Ég sagði hcnni
að Steinka væri þarna skammt frá og að
ég ætlaði að biðja liana að vera hjá henni
meðan ég hlvpi heim. — Kristín var alltaf
að tala við Steinku meðan þær biðu þnrna
og spurði hana meðal annars almennra
tíðinda, því hún hafði engan hitt hátt a
þriðja dag og var því mál til komið að fá
síðustu fréttirnar.
Og lýkur þar með því, scm hér er til-
fært orðrétt úr hréfi Magnúsar.
Nú stóð svo á, eins og fyrr var getið,
að venjulegum bifreiðum var ekki fær
vegurinn fram í þessar sveitir, Hálsasveit
og Hvítársíðu, sem liggja næst hálendi og
jöklum allra sveita í Borgarfirði.
Þar sem nú þurfti að sækja lækm
handa Kristínu og hafa hraðan á, var
hér nýtt vandamál að leysa. Tón Berg-
þórsson frá Fljótstungu átti á þessum
tíma þungan og sterkan vörubíl með
drifi á öllum hiólum. Brauzt hann a
þessum bíl eftir lækninum og hafði þo
stórum versnað færið á þeim tíma sem
Kristín lá úti. Var farin leiðin urn Hvítár-
síðu og læknirinn fluttur yfir Hvítá a
Bjarnastaðaferju. Læknirinn var Valtyr
Valtýsson, sem þá gegndi Kleppjárns-
reykiahéraði, hinn hezti drengur. Hann
cr nú látir.n fyrir nokkrum árum.
Eins og getur í dagbók Magnúsar,
gcrði Valtýr að lærhroti Kristínar, en öll
sú hjúkrun og umönnun sem góðar vina-
hendur geta í té látið var lienni vcitt i