Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1960, Side 77

Andvari - 01.07.1960, Side 77
FINNBOGI GUÐMUNDSSON: Þrjú bréf Káins til Stephans G. Inngangur. Fundi þeirra Stephans G. Stephans- sonar og Kristjáns N. Júlíusar hefur sennilega borið fyrst saman, er Stephan fór í þriggja mánaða upplestrarferð um Islendingabyggðir (nóv. 1908 — jan. 1909). Að minnsta kosti biður hann kær- lega að heilsa honum í bréfi til Jónasar Hall á páskadag 1909, þar sem bann spyr ennfremur, hver sé „áskrift K. Ns. míns Jónssonar, cf ég skrifaði honum, sem ég ætti að gera einhvern tíma.“ A bréfi 'Stephans til Jónasar 31. des. 1914 sést, að samband hefur þá verið komið á milli þeirra Kristjáns. Kvcðst hann hafa skrifað Kristjáni jafnskjótt og hann fékk seinasta bréf Jónasar (frá 6. des. 1914). En í því bréfi hafði Jónas sent Stephani vísu Kristjáns: Allt er hirt, og allt er birt, ekkert hlé á leirburðe. Kveður myrkt og stundum stirt Stephan G. í Kringlunne. Hafði Jónas lofað Kristjáni því fvrir löngu að segja Stephani þessa vísu, en glevmdi nú jafnframt, þegar loksins varð af því, að láta þau skilaboð Kristjáns fylgja, að ^tephan ætti ,.ekki nenn seinni partinn". Kemur það fram í bréfi Kristjáns til Stephans 22. dcs. 1915, cr birt verður hér s'ðar ásamt tveimur iiðrum bréfum hans. Þó að Stcphnn fengi vísuna þannig at- hugasemdalausa, fyrtist hann ekki við og hefur viljað láta Kristján vita það strax. Hafa bréf Stephans til Kristjáns ekki varð- veitzt, svo að ég viti, en vér sjáum í fvrr- nefndu bréfi hans til Jónasar 31. des. 1914, að hann segist hafa tekið „undir e-mjið“, þ. e. svarað vísu Kristjáns. Er sú vísa prentuð í VI. bindi Andvakna með yfirskriftinni: Tekið undir með Káin, og er vísa Kristjáns þar prentuð á undan. Svar Steplnns var svohljóðandi: Skilningsbirtan mín cr myrkt moldviðre hjá Stebba G. Klám get virt, sé á mig yrt. Indæle er Káins spé! Þegar Stephan var á leið til Islands vorið 1917, komu þeir Kristján og Tónas til Winnipeg til móts við hann. Var Jrá tekin mvnd sú. er fvlgir þessari grein. Sumarið 1920 hittust þeir Stenhan og Kristján enn, í það skipti á Islendinga- hátíð í Wynvard í Saskatchewan. Það ár komu út í Winnipeg Kviðlingar Káins, og sjáum vér í bréfum hans hér á eftir, pð hann hefur sent Stephani þá til sölu með- al Islendinga í Albcrta. Af vísum, er Kristján orti til Stephans, eru kunnastar (auk fvrrgrcindrar vísu), Gaimnvísur, ortar við komu Stephans frá Islandi 1917. En tvær seinustu vís- urnar voru á þessa lcið:

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.